Samskipti sonar míns við SP-Fjárkúgun með hans orðum.

Langaði bara að deila með ykkur sögu minni af SP fjármögnun. Þannig er það að ég keypti nýjan bíl frá heklu á 2,4m.kr árið 2006, þá á 21 aldursári. Stóð í góðum skilum allt þar til um síðustu áramót en þá varð ég fyrir því óláni að missa vinnuna og vera tekjulaus í svolítinn tíma. 

Engu að síður var ég duglegur að tala við SP og var í góðu sambandi við þá og hélt áfram að borga en var engu að síður kominn í vanskil. Ég spurði þá hvað ég gæti til bragðs tekið og þau sögðu mér að ég gæti farið í greiðslujöfnun og látið þessa mánuði sem væru í vanskilum afturfyrir í greiðsluröðinni svo þeir myndu bara bætast aftan á samninginn. Ok flott, hugsaði ég og fer og greiði elsta mánuðinn þar sem einungis var hægt að færa 3 mánuði aftur fyrir en ég var kominn með gjalddaga á 4 mánuðinn.
Hér var ég ný kominn með nýja vinnu sem varla nær að afla mér meira en nóg til að borga einn mánuð af bílnum og rekstur af honum og tryggingar. 

Svo mæti ég niður í SP og ég ætla að ganga frá þessu. Þá spyr hún hvort að bílinn sé ekki skoðaður sem hann var ekki. Þá var ekki hægt að ganga frá þessu nema skoða hann svo ég fer að reyna að bjarga því og kem 2 dögum seinna og í það skipti gubbar hún upp úr sér að ég þurfi líka að vera með tryggingarnar í lagi. Annað vandamál fyrir mig því að ég skuldaði um 54þús í tryggingar. Á meðan ég bjargaði því var kominn annar gjalddagi á bílnum og þá var ég loksins búinn að koma bílnum í það stand að hann gæti gengist undir þessa greiðslujöfnun.
Rétt er að geta þess að nokkru áður fékk ég sendan heim seðil þess efnis að þeir hefðu nú verið svo góðir og lækkað höfuðstólinn minn úr rétt rúmum 2m.kr niður í 1.7m.kr án þess að ég hefði beðið um eitt né neitt.

Allavega, þá er mér rétt hjálparhönd frá móður minni svo ég gæti borgað elsta mánuðinn og sótt um greiðslujöfnunina. Loksins þegar við mætum þá eru þeir tregir til að veita þessa greiðslujöfnun nema við borgum líka einn mánuð í viðbót þar sem svo stutt sé í næsta gjalddaga, þ.e.a.s. akkurat vika en þeir segja að þetta taki allt að viku svo það sé vissara að hafa þetta þannig. Mín örláta móðir vildi bara ganga frá þessu svo það var ekkert spurning um einn mánuð til eða frá svo við græjuðum þetta og nú á föstudaginn fyrir viku síðan fékk ég svo samninginn sendan heim þar sem ég átti að skrifa undir hann. 

Það fyrsta sem ég tók eftir var að höfuðstólinn var orðinn hærri eða 2m.kr aftur sem mér fannst óheyrilega furðulegt þar sem gengi ísl. krónunnar hefur styrkt sig verulega frá því að ég fékk höfuðstólslækkunina. Annað sem mér fannst líka mikilvægt var að þarna var talað um að breyta láninu í íslenskt lán. Ekki eitt orð höfðu þessir ráðgjafar SP látið út úr sér hvað það varðar. Þegar ég hugsa til þess þá notuðu þeir sem fæst orð til að lýsa þessari greiðslujöfnun og voru ekkert að benda mér á eitt né neitt.

Svo var tekin sameiginleg ákvörðun á mínu heimili, um að skrifa ekki undir þennan samning heldur fara og athuga hjá SP ýmis mál og fá greiðsluyfirlit og annað og sjá svo hvernig dómur mun falla í málinu sem er nú í gangi gegn fjármögnunarfyrirtækjunum. Endilega ef þið hafið einhvað um þetta að segja þá hikið ekki við að commenta og ég vildi gjarnan frá ráðleggingar frá ykkur sem meira vit hafið á þessu en ég. - Takk

 Við þetta bréf sonar míns vil ég bæta að bíla vinar míns á að hirða af honum á miðvikudaginn þrátt fyrir að lögmæti þessarra samninga sé í úrskurði fyrir hæstarétti. Þessi félög hafa öll stofnað ný félög með nýjum kennitölum og eu að reyna að lágmarka tap sitt fyrir fyrirsjáanlegt gjaldþrot. Og þetta virðist allt gert með samþykki og velvild félagsmálaráðherrajakkalakkans. Eins og Þórdís Sigurþórsdóttir bendir á hér um bókhaldsbrot SP Fjárkúgunar hafa ekki verið gefnir út löglegir reikningar fyrir viðskiptunum.  Sjá einnig þessar fréttir:  SP fjármögnun var ekki með starfsleyfi til gjaldeyrisviðskipta í eigin reikning#16. Hugleiðingar um lánastarfsemi SP-Fjármögnunar - 11. hluti. - #7. Hugleiðingar um lánastarfsemi SP - 4. hluti Erlingur Alfreð Jónsson -   Þetta sannar að Deutche bank stjórnar ekki félagsmálaráðherragínan. Frá Gandra: SP-fjármögnun vísað frá dómi – óljós og ruglingsleg krafa.

Ég heyrði þessa sögu af SP fjárkúgun um daginn: Maður með Range Rover á láni frá SP skilar bílnum að kröfu þeirri. Áður lét hann þrífa hann og bóna. Fór með hann í ástandsskoðun og lét laga það sem var að. Einnig fór hann á sprautuverkstæði og lét yfirfara lakkið. Hann fékk vottorð frá þessum aðilum um að allt væri í toppstandi. Viku eftir að hann skilaði bílnum fékk hann 500.000 kr. reikning fyrir viðgerð á bílnum! Þeir að vísu lyppuðust niður og drógu reikninginn til baka þegar hann lagði fram sín skjöl. En þetta sýnir okkur hvaða hugarfar er í gangi þarna.

Þessi fyrirtæki vita að lánin þeirra verða dæmd ólögleg. Þau vita líka að það kemur enginn heilvita maður til með að eiga viðskipti við þau aftur. Þau eru dauðadæmd og aðgerðir þeirra nú eru eingöngu til að ná inn sem mestu fé áður en þau rúlla yfir.

Er ekki kominn tími á aðgerðir gegn þessum ólöglegu innheimtum fyrirtækja sem virðast hafa starfað eftir eigin lögum og reglum?

Bílalánafyrirtækin skipta um kennitölur

Eignaleigufyrirtæki mega ekki vörslusvipta án dómsúrskurðar.

Yfirlýsing frá Samtökum lánþega Vegna nýframlagðs frumvarps félagsmálaráðherra, og eins vegna auglýsingaherferðar SP-fjármögnunar

Blöff aldarinnar!

Fjármálafyrirtæki vissu árið 2001 að gengistrygging lána var óheimil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Góð lýsing á ráninu. Hef heyrt margar svona sögur. Mæli með:
Hagsmunasamtökum heimilanna

http://www.heimilin.is/varnarthing/

og Samtökum lánþega

http://gandri.com/

Margrét Sigurðardóttir, 6.6.2010 kl. 22:50

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

svívirða

Brjánn Guðjónsson, 7.6.2010 kl. 19:15

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mest er ég undrandi á því hvernig stendur á því að hægri menn vilja þessa ríkisstjórn feiga. Ekki hefðu sjálfstæðismenn nema í mesta lagi viku án þess að einhver væri drepinn ef þeir væru við völd og hegðuðu sér svona.

Þessi ríkisstjórn er ríkisstjórn fjármagnsins, fjármagnseigendanna, AGS og síðast en ekki síst ríkisstjórn ESB trúarbragðanna og kvótagreifanna.

Ég vil heldur hafa Sjálfstæðisflokkinn við stjórn en þessi viðrini og hefði aldrei trúað því að ályktun á borð við þetta kæmi frá mér ófullum.

En það er illskárra að fást við óvininn sem maður sér framan í og þekkir en þann dularfulla óvin sem svíkur öll sín heit og segist heita og vera eitthvað annað en raun ber vitni.

Árni Gunnarsson, 7.6.2010 kl. 22:57

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Samfylkingin hefur sett varanlega ólykt á það að vera jafnaðarmaður og já VG auglýstu það að útrýma fátækt úr borginni fyrir síðustu kosningar. Ekki alveg í samræmi við aðgerðir þeirra. Nei hér ríkja Deutche bank, AGS og vogunarsjóðir. Jóhanna og Steingrímur ásamt meðreiðarsveinum eru bara svo ánægð með að geta „titlað“ sig „ráðherra“ að þeim finnst bara allt í lagi að vera falskur frontur fyrir viðkomandi.

Ævar Rafn Kjartansson, 7.6.2010 kl. 23:33

5 identicon

Að gera upp við bankann

Að gera upp við bankann

“Greiðsluskylda lántakenda er því ekki álitaefni”

Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.