19.3.2010 | 16:08
Hvað þýða aðgerðir stjórnvalda á mannamáli?
Þær þýða þetta í stuttri samantekt: Þú hefur 15 mánuði til að safna fyrir farinu til Noregs og útvega þér atvinnu! Þe. 3 mánuði vegna frestunar nauðungarsölu og svo 12 mánuði sem þú mátt leigja eignina þína af bankanum! Þetta er í hnotskurn innihald aðgerða þeirra. Og ekkert meir. Það er enginn hvati til staðar til að fólk reyni að halda áfram að borga. Það er eins hægt að fleygja fénu upp í vindinn og sennilega meira gefandi. Hér eru nokkur dæmi um hvað almenningur hefur að segja um aðgerðir ríkisstjórnarinnar:
Við matarborðið er uppi hávær krafa um að borga þessum aumingjum ekki krónu í viðbót og verja heimilið með vopnavaldi ef þeir voga sér inn á lóðina. Mér sýnist að öfgaöflin á mínu hemili gætu verið að ná yfirhöndinni
Ég mun aldrei sætta mig við svona grimmilega refsingu fyrir að greiða lánin mín. Ég hef hins vegar ákveðið það að ég ætla ekki að borga þetta lán eins og það stendur í dag. Það er alveg á tæru. Fari ég ekki að sjá sanngjarnar lausnir fljótlega, fer ég úr landi og byrja upp á nýtt. Síðustu peningana mína hér á landi ætla ég að nota í að rífa húsið mitt. Bankinn mun aldrei fá það.
Einn ganginn enn nái eignagosarnir að fela sig í skjóli almennings. Hverjir semja annars þessi lög?
Þessar aðgerðir ef þær koma þá eru þær með hinum íslenska fyrirvara. Ætlaðar fólki sem fædd er á Hlaupársdag þau almanaksár sem ekki er hlaupár.
Jafnræði og réttlæti. Hefur einhver séð bóla á þessu ?
Það er gott að fleiri eru búnir að reikna út fáránleika hrunsins og eignaupptökuaðgerða ríkisstjórnarinnar og bankanna.
Ætlar Skattgrímur að skattleggja þennan einstakling? Einstakling sem rétt svo nær að merja að borga af lánum eftir LEIÐRÉTTINGU
Hvers konar skilaboð eru það að senda út til samfélagsins að stjórnvöld munu í öllum tilvikum aðstoða fjármálastofnanir við að arðræna fólk þrátt fyrir sannanlegan landráðarekstur slíkra fyrirtækja á eldri kennitölum?
Ef ég skil þetta plott rétt þá hafa þeir tveggja ára frest til þess að ákveða hvort að þeir vilja bankana eða ekki. Það gefur ríkinu/skilanefndunum 2 ár til þess að hámarka arðinn af skuldasafninu (skuldum heimilanna) án þess að þurfa að leggja bönkunum til nýtt fé.
Það virðist ekki mega hrófla við þessari verðtryggingu út af lífeyrissjóðunum. Þetta er algjört rugl. Við verðum að afnema þessa vitleysu.
Heldur vitræna velferðarstjórnin virkileg að þessi hænufet hennar séu til gagns? Eða er það kannski svo að IMF og Parísarklúbburinn stjórni hér í raun?
Ég skora á alla sem þetta lesa að skrá sig hér í stuðningshóp við frumvarp Lilju og áframsenda á vini og kunningja sömu beiðni. Bendi einnig á þessa hópa: Mótmælendur Íslandi, Samtök lánþega, Lántakendur Avant, Lýsingar og SP Fjármögnunar
Afskriftir verða skattlagðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er að verða óþolandi ástand, og ótrúlegt hvernig almenningur virðist bara ætla að láta allt yfir sig ganga. Það er eitthvað meira en lítið að íslenskri þjóðarsál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2010 kl. 10:46
Sammála þér Ásthildur!
Ævar Rafn Kjartansson, 24.3.2010 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.