Þingmenn samþykki lyklafrumvarpið!

Leiðir ríkisstjórnarinnar til að reisa við bankana eru jafn ógeðfelldar og leiðir kaþólsku kirkjunnar vegna skaðabóta fyrir kynferðisglæpi presta gagnvart safnaðarmeðlimum. Kaþólska kirkjan efnir til samskota meðal safnaðarmeðlima. Ríkisstjórnir gefur bönkunum skotleyfi á almenning.

Engu skal eyrt og þeir bankamenn sem standa sig best við að blóðmjólka þjóðina fá feita bónusa þegar sláturtíð lýkur.

Hækkaðar álögur á vín, tóbak og bensín skila engu í ríkiskassann en hækka lánasöfn bankanna og skuldir almennings. Þetta vissu menn fyrir þannig að spurningin er: Var þetta gert til að gera bankanna að fýsilegri eign fyrir erlendu vogunarsjóðina og bankanna sem eiga kröfur á þá?

Lilja Mósesdóttir ásamt fleirum lagði fram frumvarp sem myndi laga samningsstöðu fólks gagnvart lánastofnunum til jafns við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Þetta frumvarp snýst aðallega um það að ekki sé hægt að taka meira en upphaflegt veð sem greiðslu skuldar hvort sem er bíll eða fasteign. 

Leikreglur bankanna eru núna þannig að ef þú skuldar 30 milljónir í húsi sem í dag seldist á  20 milljónir  bjóða þeir þér 110% leiðina sem er í raun 150-175% leið eða nauðungarsölu. Sem færi þannig fram að bankinn byði 5 milljónir í eignina. Þú skuldaðir áfram bankanum 25 milljónir og bankinn ætti 30 milljón króna eign einnig. Á pappírunum.

Endurreistu bankarnir mótmæla þessu frumvarpi Lilju harðlega og segja  það geta haft alvarleg áhrif á eignasafn bankanna. Eru þeir með þessu að segja að eignasafnið byggist á því að viðhalda blóðsogi á þjóðinni til síðasta dropa?

guillotine_1226405027.jpg

Seðlabankinn sem fær nú ekki háa einkunn hér hefur þetta um málið að segja: „Það kann að vera réttmætt að setja lög með það að markmiði að takmarka hversu langt lánastofnanir geta gengið í því efni að ganga að ævitekjum skuldara sem þeir hafa lánað óvarlega til. Seðlabankinn telur hins vegar að fyrirliggjandi frumvarp geti haft umtalsverð skaðleg efnahagsleg áhrif og feli því ekki í sér heppilega lausn á ofangreindu vandamáli.“

Ég skora á alla sem þetta lesa að skrá sig hér í stuðningshóp við frumvarp Lilju og áframsenda á vini og kunningja sömu beiðni. Bendi einnig á þessa hópa:  Mótmælendur Íslandi, Samtök lánþega,  Lántakendur Avant, Lýsingar og SP Fjármögnunar


mbl.is Lánin færð yfir á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég skal svo sannarlega gera það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2010 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.