Færsluflokkur: Fjármál

Hverslags bull er þetta?

100 - 200 manns leita eftir greiðsluaðlögun. Það eru nánast 20.000 manns atvinnulausir í landinu í dag. Halda stjórnvöld virkilega að 3 ráðgjafar og aðstoð við 100-200 manns sé málið? Þetta er skelfileg veruleikafyrring. Það er ekki nóg með að það sé vitlaust gefið með því að verðtryggja skuldir en ekki tekjur fólks heldur gerist enn ekkert í vaxtaokrinu. Ef þetta er lausnin gef ég lítið fyrir hana og þessa ríkisstjórn. Það verða þúsundir húsnæðislausir á komandi hausti með þessu framhaldi og sennilega þúsundir flúnir land.

Þess utan sýnist mér svona eftir að fara á hundavaði yfir þessi nýju lög, þau vera auðmýkjandi fyrir skuldara sem í raun er kominn í fjárhagsvörslu tilsjónarmanns sem getur hagað sinni vinnu eftir sínum geðþótta.

greed.gif


mbl.is Fjöldinn sem þarf greiðsluaðlögun vanmetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi fá þeir útibúin.

Ef eignir Spron kæmust í hendurnar á frændum okkar og þeir byrjuðu starfssemi hér mætti búast við að hér gæti komist á eðlilega samkeppni á einu sviði. Best væri svo að fá tryggingarfélagið þeirra líka sem hefur lýst áhuga á að opna útibú hér. Svo eitt stk. matvöruverslunarkeðju takk. Já osvfrv.

Þetta er traustur banki og segir ma. í ársskýrslu þeirra þetta um árið 2008: „Føroya Banki improves core earnings in 2008 and delivers the promised results. The Bank has a strong solvency ratio and ample liquidity, making it well equipped for the future. The Bank maintains its focus on profitability, optimisation and sound credit management“ Download the 2008 Annual Report in PDF here

Þetta gætu orðið fyrstu skrefin í að losa almenning úr okurkrumlu fákeppnis og þöguls samráðs fámenningarklíkunnar sem rændi okkur, börn okkar og barnabörn réttlátri framtíð.

fo_banki.jpg

 


mbl.is Eignir SPRON freista Føroya banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.