Færsluflokkur: Fjármál
7.8.2009 | 10:26
Done deal....
„Það er búið að semja!“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt 8.8.2009 kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2009 | 11:10
Get ég ekki gert þetta líka?
Íslensk afþreying gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2009 | 12:51
Fáum við ekki eignir Landsbankans erlendis afhentar?
Bresk stjórnvöld verja hryðjuverkalögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2009 | 11:41
Í þá gömlu góðu daga.......
Skoðum aðeins hvað er verið að segja:
markmið þessarar nýju stofnunar [sé] að stuðla að uppbyggingu öflugs innlends fjármálamarkaðar og stuðla að virkri og eðlilegri samkeppni á þeim markaði, tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings."
sérstakri valnefnd verður farið að tilnefna einstaklinga til setu í stjórnum og bankaráðum fjármálafyrirtækja en Bankasýsla ríkisins kýs stjórnir fyrirtækjanna á hlutahafafundum.
Hvað þýðir þetta annað en að flokksbittlingapólitíkin er komin til að vera? Kannski ættum við líka að taka upp skömmtunarkerfin gömlu sbr. myndinni hér fyrir neðan?
Stofna Bankasýslu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2009 | 16:30
Skila sjóðnum með 32 milljarða króna tapi það ár.
Þorgeir Eyjólfsson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Lífeyrisjóðs Verlsunarmanna.
Þetta er hluti af mínum starfskjörum, sagði Þorgeir í viðtali við DV í mars um að hafa þegið þrjátíu milljónir á ári í laun fyrir störf sín. Honum var auk þess útvegað tíu milljón króna Cadillac Escalade til afnota í boði sjóðsins. Í starfi sínu sem forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í fyrra tókst Þorgeiri að skila sjóðnum með 32 mílljarða króna tapi það ár. Úr DV 15. maí 2009.
Þetta er meðal þess sem má lesa á Hvítbók. Þarna er verið að safna saman upplýsingum um bankasukkið og spillinguna og ég hvet alla sem hafa upplýsingar til að senda þær þangað.
Einleikur forseta á bjöllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2009 | 21:26
Djöfulsins Framsóknarbull.....
Maðurinn sem framsókn sótti úr 14. sæti framboðslista síns í borgarstjórnarkosningunum var aldrei kosinn stjórnarformaður Orkuveitunnar vegna þess að hann væri faglega hæfastur. Nema þá til þess eins að moka yfir spor Alfreð Þorsteinssonar sem hefur einkarétt á mælunum sem Orkuveitan flytur til landsins. Þessum sömu og Finnur Ingólfsson keypti af orkuveitunni fyrir svipaða upphæð og hann fær í leigugreiðslur á hverju ári. Sömu mælum og ég fékk bréf um að væri eign Orkuveitunnar og þeim væri heimilt að leita til lögreglu ef ég vildi ekki leyfa Finni að lesa af þeim.
Orkuveitan undir stjórn Alfreðs hækkaði verðskrána í hittifyrra ef ég man rétt vegna þess að miklir hitar orsökuðu minni notkun. Nokkuð sem minnisvarði Alfreðs, flugmóðuskipið sem hann lét byggja undir starfssemina mátti ekki við. Enda komið milljarða yfir kostnaðaráætlanir.
Framsóknarfnykinn þarf að komast yfir og það verður hvorki gert með reykelsum eða nýjum front samberandi glottandi nýtt formannsandlit þessarar hagsmunaklíku. Það verður gert með klór og því að upplýsa um hagsmunaspillingarferlið sem hefur ráðið ríkjum í landinu. Þá eiga margir eftir að sýna sitt rétta andlit.
Með Búrfellsvirkjun var þeirri karamellu fleygt í þjóðina að raforkuverð til heimilanna myndi lækka. Það reyndist bull. Núna td. með því að gera Hitaveitu Suðurnesja að HS veitum og HS orku er verið að stórauka kostnað neytenda. Þessum rottugang gráðugra verður að linna.
Verður að virða umsaminn trúnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.4.2009 | 21:46
Þögult verðsamráð er krefjandi verk!
Forstjóri Neitt er ekki öfundsverður af kjörum sínum. Honum hefur með dómi verið gert óheimilt að fara upp í Öskjuhlíð til að hitta forstjóra hinna olíufyrirtækjanna og sammælast um verð, kjör og skiptingu um lægstu tilboð til stórkaupenda. Þess utan gert ókleyft að senda minnismiða og tölvupóst með samkeppnishamlandi leiðbeiningum. Það sér það hver heilvita maður að forstjóri sem býr við svona strangar leikreglur þarf að hugsa útfyrir kassann til að viðhalda okri án þess að upp um það komist. TD. verðleggja bensínið út úr korti í trausti þess að hinir forstjórarnir sem hann má ekki tala við skilji málið. Og fari nú ekki að andskotans til að leggja eitthvað minna á bensínið til skrílsins.
Þess utan þarf hann að safna fyrir arð- og bónusgreiðslum hluthafanna og sektinni sem Samkeppniseftirlitið skellti á fyrirtækið. Ásamt töpuðum dómsmálum vegna verðsamráðs. Bæði komnum og ókomnum fram. Sú sekt verður greidd af neytendum enda á Neitt fullt í fangi með að halda í við eigin arðsemis- og græðgissjónarmið. Svona eins og öll önnur íslensk fyrirtæki sem hafa getað látið okkur neytendur njóta góðs af einnar krónu verðmun í þeirri bullandi fákeppni sem hér ríkir. 29.6 millur fyrir þetta eru smámunir. Hann gæti unnið hjá skilanefndum bankanna fyrir meira.
Forstjóri N1 með 29 milljónir í laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2009 | 21:52
Fjármálafyrirtækin eru að klára drápin á þjóðinni og fyrirtækjunum
Þessi frétt kemur mér ekki á óvart enda veit ég fjölmörg dæmi svipuð þessu. Varðandi bankana var í september - október staðan þannig að ef þú varst kominn í vanskil vildu þeir ekkert gera fyrir þig. Fólk í skilum átti séns á frystingu og skuldbreytingum. Ekki við hin sem gátum ekki lengur borgað. Það sama á við um fyrirtækin í landinu. Ég veit um eitt velrekið fyrirtæki sem hefur alla burði til að lifa þetta af þrátt fyrir um 50% samdrátt í sölu. Fyrirtæki sem getur ekki lengur leyst út vörur vegna þess að bankarnir lána ekki. Þeir sitja á öllu sínu fé til að geta sýnt góða eiginfjárstöðu en um leið sinna ekki hlutverki sínu. Nema gegn margföldum veðum.
Þetta fyrirtæki á eftir 4-5 daga áður en því verður lokað. Ekki af því að það geti ekki lifað af heldur út af því að eðlileg lánastarfssemi og fyrirgreiðsla er ekki lengur til staðar í landinu. Hvað sem segja má um framsóknartillöguna um leiðréttingu lána þá hafa ríkisstjórnarflokkarnir hingað til bara boðið okkur upp á lengingu í hengingarólinni, auðmýkjandi greiðsluaðlögun og óhæft bankakerfi gagnvart fjölskyldum og fyrirtækjum landsins. Því verður að breyta strax nema Steingrímur frændi vilji halda um stjórnartauma meirihluta fyrirtækja landsins og reka leigumiðlun fyrir okkur allan almenning.
Stjórnin hefur gert á pappírunum ýmislegt til að hjálpa en í praxís er það núll. Ég hefði haldið að fyrr frysi í helvíti en ég hrósaði Framsóknarmönnum og kannski er 20% leiðrétting þeirra yfir línuna röng aðferð en þeir hugsuðu ÚTFYRIR KASSANN! Það held ég að VG komi aldrei til með að geta og miðjumoðssamsullið sem ætlar að láta Evrópu bjarga landinu ókeypis eigi líka bágt með að gera.
Það eru komnir 6 mánuðir af engu til að reisa við bankakerfið. 6 mánuðir án skýrrar stefnu nema leynistefna IMF sé það sem ríkisstjórnin styðst við. Ef svo er eru það landráð gagnvart þjóðinni að leyna hana skilmálum IMF.
Við fólkið í landinu viljum vita hvort það sé einhver von. Von til að halda húsinu án þess að greiða af því til 130 ára aldurs. Von til þess að bankakerfið fari að virka. Von til þess að réttlæti milli lánenda og lántakenda verði við lýði. Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur benti á það í grein í Fréttablaðinu að það væru tveir gjaldmiðlar í gangi á Íslandi. Verðtryggða krónan og sú óverðtryggða. Sú sem við fáum útborgað í. Sú sem við semjum um launahækkanir í. Oftast upp á 2-4% á ári. Núna með 17% verðbólgu. Hann bendir á að á 30 ára tímabili hefur þessi króna fallið um 3250%!!!!!!! Ég ætla að gera þessari grein hans betur skil seinna en meðan fjármálastofnanir eru að slátra fyrirtækjum og heimilum eins og það sé sláturtíð hjá þeim þá er eitthvað að ríkisstjórn sem lætur eins og allt sé að þokast í rétta átt. Svoleiðis stjórnvöld eru jafn ónýt og aðrar Haardandi rikisstjórnir.
40 vinnutækjum fátækari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2009 | 22:48
Hvað má bjóða þér langa hengingaról?
Vissulega hefur núverandi ríkisstjórn (loksins) komið frá sér lögum um aðgerðir til að takast á við vanda heimilanna. En eins og einn maður orðaði það er þetta plástur á svöðusár. Heimilunum blæðir áfram út en hægar. Svona svipað og John Perkins talaði um samskipti okkar við IMF. Ef við reynum að borga lengist dauðastríðið. Það sér það hver heilvita maður sem er ekki með hausinn í rassgatinu á sér að þegar leikreglunar eru þannig að þú semur um ákveðna fasta prósentulaunahækkun en lánin þín hækka eftir því hver er að spila með íslensku álkrónuna, hversu margir jeppar eru fluttir inn til landsins og hver hamingjuvísitalan í Örfirisey og álverð á heimsmarkaði er er vitlaust gefið.
Og ekki bara vitlaust gefið heldur ósanngjarnt gefið. Af hverju höfum við sætt okkur við það að það sé eins og rússnesk rúlletta að fjárfesta í húsnæði hér á landi. Öryggi okkar í viðskiptum er jafn stabílt og íslensk veðrátta. Nú er ég ekki einn þeirra sem halda að með tilkomu evru lagist það enda man ég að það var talað um að sumar þjóðir hafi upplifað um 20% kjaraskerðingu við upptöku hennar. En krónan er dauð. Steindauð. Og það voru íslenskir braskarar með siðferðiskennd undir frostmarki sem drápu hana.
Í skýrslu IMF sem lak út til Financial Times mæltu þeir með einhliða upptöku evru hjá sumum austur-evrópuþjóðunum. Stoltið af því að reka eigin mynt og hagkerfið er horfið hjá mér og í staðinn komin skömm þó ég haldi að ég hafi ekki verið neitt verulega sekur um hrunið.
Það er kominn tími á róttækar aðgerðir. Aðgerðir eins og leiðréttingu gengis og vísitölu. Aðgerðir þar sem er gefið jafnt. Ef lífeyrirssjóðirnir sem hafa tapað og tapað vegna lélegra fjárfestinga fara á hausinn við það á það að vera sakamál. Menn sem þiggja milljónir á mánuði fyrir að tapa fé eru í besta falli vanhæfir, versta glæpamenn.
Það er engin sanngirni í því að venjulegt fólk beri byrðarnar af því sem stjórnvöld, útrásarhrægammar, lífeyrisjóðir og stjórnmálaflokkarnir hafa klúðrað. Ekki frekar en að taka á sig byrðarnar af dauðri krónu, verðtryggingu, spillingu, fölsku gengi og sýkingu síldarstofnsins.
Það þarf að gefa upp á nýtt og tryggja að allir fái jafn mörg spil á hendi. Þjóð sem eins og virðist vera raunin núna er svínbeygð undir afleiðingar glæps sem hún framdi ekki lætur ekki bjóða sér að setja byrðar glæpsins ofan á sínar eigin og töltir af stað. Ég er alla vega ekki einn þeirra.
Og Jóhanna..... þessir tveir metrar sem þú bættir við hengingarólina mína. Það eina sem þeir gera fyrir mig er að ég get velt ranglætinu lengur fyrir mér.
Byggja þarf velferðarbrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
31.3.2009 | 17:23
Við höfum engan áhuga á að semja neitt við þig og erum að fara með þig í nauðungarsölu!
Hef verið að lesa yfir reynslusögur fólks af vef Hagsmunasamtaka heimilanna af viðskiptum við bankana sl. mánuði. Ætla að láta fylgja hér glefsur úr þessum greinum með tengingum inn á frásagnirnar í heild. Bankar eru enn bara starfræktir til að græða það kemur aldrei til með að breytast en það er alveg ljóst að skv. þessu að þeir eru ekkert á leiðinni með að breyta starsháttum sínum ef tekin eru mið af þessum dæmum.
Sigrún Ægisdóttir: En lánið sem ég tók fyrir fyrirtækið uppá 9.000.000 stendur enn í því sama þó að ég sé búin að borga í rúm 4 ár yfir 160.000 á mánuði, hvernig er það hægt ég hef verið í viðræðum við bankann og er komin í vanskil með lánið og þá kemur intrum til sögunna, mér finnst þetta skelfilegt hvað ég er að borga í vexti og kostnað. Síðan eiga eftir að koma vextir af skatti og fleira. Maður þarf að setja sjálfan sig á hausin . En það er ekki það sem ég vil ,ég vil halda haus en fyrir hvern? Meira.
Sigurður Hólmar Karlsson: Lítil en sönn saga af innheimtuaðferðum Kaupþings eftir að ríkisstjórnin beindi þeim tilmælum til ríkisbankanna að milda innheimtuaðgerðir og koma til móts við heimilinn í landinu. Meira.
Sólveig Jóhanssdóttir: Á því hvílir verðtryggt lán sem var 15 millj. en er nú 20. Í desember ákváðu þau að athuga með frystingu á vöxtum þar sem þau voru í skilum en sáu fram á tekjuskerðingu. Það var EKKI auðsótt, dregið var úr ávinningi, bara frestur á illu, munaði ekki NEMA 18 þús. á mánuði o.sv.frv. (Það tekur því ekki að tala um neitt undir milljarði greinilega). Ekkert varð því úr þessu en svo kreppti enn frekar að og ekki náðist að greiða feb. og mars. Þá er hringt frá bankanum og sagt að nú sé þetta á leið í innheimtu, ekkert hægt að semja um neitt en ef þau komist í skil þá sé hægt að fá vaxtafrystingu! Meira.
Kristján Blöndal: hringdi Ellý Sæunn Reimarsdóttir þjónustufulltrúi hjá Kaupþingi í Hafnarfirði úr símanúmerinu 5802712,til þess að segja mér að umsókn mín um frystingu á lánum hafi verið synjað á þeim forsendum að staða mín væri jákvæð,en bankinn var búinn að reikna það út og að eftir stæðu um það bil 4.000 kr. í afgang (á mánuði). Meira.
Steinar Immanúel Sörensson: Búið var að greiða um 1/3 af láninu, en við hættum að greiða af þvi við fall bankanna þar sem við teljum nyja kaupþing banka ekki hafa lagalega heimild til þess að innheimta þetta án okkar samþykkis og hef ég bréf frá fjármálaeftirlitinu sem ég tel að megi túlka á þann veg, gjaldfelldur höfuðstóll er orðinn 1.479.618. Meira.
Gagnrýna samninga við fjármálafyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)