Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Arkitekt bankahrunsins

Þessi aðalarkitekt bankahrunsins er sjálfsagt búinn að borga sér milljarða í arðgreiðslur af fyrirtæki sínu Langflugi sem var fjármagnað með sjóðum í eigu tryggingataka Samvinnutrygginga en hann og aðrir útvaldir Framsóknarflokkseigendur hafa nú ekki bara þurrkað upp tugmilljarða sjóði félagsins heldur skuldar félagið yfir 30 milljarða. Fyrir 2 árum síðan stóð til að endurgreiða tryggingartökum 30 milljarða. Þeir eru núna horfnir í hít Finns og félaga. En hann eins og aðrir þátttakendur senda þjóðinni enn puttann og hafa ekkert að afsaka. Ég hef ógeð á þessum siðblindu blóðsugum.


mbl.is Skuldir langt umfram eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjaldborgin um heimilin og greiðsluaðlögun Kaupþings.

Skjaldborg sú sem ríkisstjórnin boðaði um heimilin hefur verið reist. Hún er úr efnislitlum afgangsbútum  og fyrraársbirgðum sem fengust fyrir lítið í Rúmfatalagernum án þess að ég sé að gera lítið úr þeirri verslun. Greiðsluaðlögunarúrræðið sem felur í sér að þú vinnur áfram en lætur lögmann fá veskið þitt  var álitið henta um 100-200 manns. (Þe. sem eini kosturinn í stöðunni). Nú er allt útlit fyrir að þúsundir manna sæki um þetta ömurlega úrræði króað af út í horn af ástæðum sem allir þekkja. Félagsmálaráðherra sem ég held að eigi met í heimskulegu útfrussi þó af ýmsu sé að taka segir að afskriftir séu ekki valkostur. Maðurinn er svo gersamlega staddur í annarri vídd og veruleika en almenningur að það á að henda honum út í hafsauga. Hann fékk allavega ekki starfið út á hæfileika.

Kaupþing bíður þér svo greiðsluúrræði sem er eitthvað á þennan veg: Þú skuldar 27 milljónir í húsi sem kostar í dag 20 milljónir. Til að redda málunum skrifar þú upp á eitt 16 milljón króna bréf til 40 ára, annað 11 millur til 3ja ára og 6 milljón króna tryggingarbréf. Samtals 33 milljónir! Og færð að vita eftir 3 ár hvort að bankinn hirði af þér húsið eða þú þurfir að leggja fram 11 milljónir! Snilld! Fyrir bankann. 

Ég spái norskum og dönskum óeirðalögreglumönnum í aukavinnu hér í haust. Og sprunginni ríkisstjórn og kaos. Nema eitthvað áþreifanlegt fari að gerast.

Kannski ættum við öll að kæra bankanna bæði nýju og gömlu ma. vegna okurs og stöðutöku gagnvart íslensku krónunni. Ásamt svikum í lánasamningum sem við byggðum greiðslugetu okkar á. Sprengja réttarkerfið með lögsóknum. Það munar nefnilega engann um að skulda lögmanni milljón í viðbót við þær milljónir sem bankarnir hafa haft af þeim.


mbl.is Þúsundir vilja greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get ég ekki gert þetta líka?

Þe. selt félagi í minni eigu eignahlutann í húsinu mínu og næsta félagi skuldirnar og bingó! Laus af króknum. Nei það er víst ekki þannig sem það gengur fyrir sig hjá okkur almúganum. En aðallinn kann þetta. Hjá sumum kallast þetta siðleysi en öðrum viðskiptasnilld.
mbl.is Íslensk afþreying gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skila sjóðnum með 32 milljarða króna tapi það ár.

„Þorgeir Eyjólfsson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Lífeyrisjóðs Verlsunarmanna.
„Þetta er hluti af mínum starfskjörum,“ sagði Þorgeir í viðtali við DV í mars um að hafa þegið þrjátíu milljónir á ári í laun fyrir störf sín. Honum var auk þess útvegað tíu milljón króna Cadillac Escalade til afnota í boði sjóðsins. Í starfi sínu sem forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í fyrra tókst Þorgeiri að skila sjóðnum með 32 mílljarða króna tapi það ár.“
  Úr DV 15. maí 2009.

Þetta er meðal þess sem má lesa á Hvítbók.  Þarna er verið að safna saman upplýsingum um bankasukkið og spillinguna og ég hvet alla sem hafa upplýsingar til að senda þær þangað.


mbl.is Einleikur forseta á bjöllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðlaugur staðfestir hroka......

Fyrirsögnin segir að Guðlaugur staðfesti styrkina. Framsetning hans og efnistök staðfesta hrokann sem einkennir hann og aðra Sjálfstæðismenn í varnarbaráttunni. Raunar ef fólk skoðar framsetningu „stjórnmálamannanna“ og svo hinna sem eru í framboði af því að þeim finnst „stjórnmálamennirnir“ ekki vera að standa sig, (Borgarahreyfingin, Lýðveldishreyfingin og Sturla fyrir Frjálslynda) er ljóst að það er himinn og haf milli veruleika flokksuppalninganna og fólksins í landinu. Þrátt fyrir stundum groddalega, vandræðalega og hikandi framsetningu ásamt því að segjast ekki þekkja málin nógu vel til að svara voru þessir óflokksuppöldu frambjóðendur manneskjulegir meðan út úr munnstútum atvinnupólitíkusanna spýttust hver meiningar- og þýðingarlausa frasaromsan á fætur annarri. Guðlaugur Þór og Össur fá falleinkun fyrir að tala án þess að segja neitt. Framsóknarmadaman ítrekaði og ítrekaði og ítrekaði og ítrekaði að það væri búið að skipta um andlit á Framsóknarspillingunni. Og 20% niðurfellingin er eins og milljarðurinn í fiíkniefnamálin 2000. Eða Fólk í fyrirrúmi sem Framsókn notar reglulega í kosninarbaráttunni. Án þess að segja hvort þetta fólk sé Finnur Ingólfsson, Alfreð Þorsteinsson Björn Ingi Hrafnsson og fleiri góðgæðingar eða fólkið í landinu. 

Ég persónulega hef ákveðið að kjósa EKKI stjórnmálamenn í næstu kosningum. Og vil hvetja alla til að gera það sama. Það að kjósa Ástþór Magnússon (þó ég gengi aldrei það langt), Borgarahreyfinguna, trukkabílstjórann eða hreinlega skila auðu eru mikilvæg skilaboð til fjórflokkanna sem hafa misboðið kjósendum í þessarri kosningarbaráttu með moðreyk og frasapólitík sem fólkið í landinu grátbiður um að vera laust við.  Það vill vita hvað er framundan. Hverjar framtíðarhorfurnar eru. Ekki að Össur sé spenntur fyrir Drekasvæðinu og álveri í Helguvík. Ekki að Framsókn hafi eignast nýja ásjónu. Ekki að Guðlaugur Þórhafi fengir 4 millur í framboðsrassvasann í umhverfi sem var eðlilegt þá fyrir þær upphæðir. Ekki að VG ætli að fara blandaða leið í að borga af landráði útrásaróþokkanna. 

Við viljum ekki lengur frasapólitík. Við viljum bara manneskjulegt umhverfi sem hægt er að lifa og hrærast í. Og stjórnmálaflokkarnir sem haldið hafa um stjórntauma landsins sl. áratugi hafa  fallið á því prófi.

 


mbl.is Segir 40 aðila hafa styrkt sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband