Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.5.2007 | 04:26
Þetta er mitt eina ákall...........
12.5.2007 | 02:58
Tölvan segir nei........
10.5.2007 | 22:10
Enn er penninn á lofti - rétt fyrir kosningar.
Ég gleðst svo sannarlega fyrir hönd Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. En korter í kosningar með myndum af sér í blöðunum er Guðni eins og öll hans flokkssystkyni komin í örvæntingarfullt kapphlaup um að geta verið áfram við kjötkatlana.
Að lokum vil ég mælast til þess að Framsóknarflokkurinn verði lagður til hinstu hvílu. Það er fyrir löngu orðin ólykt af hræinu.
![]() |
Samið um reiðhöll í Hrunamannahreppi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2007 | 21:26
(Brj)Álæði áfram - ekkert stopp
10.5.2007 | 14:23
Korter í kosningar og penninn á lofti
![]() |
Jörðin Hraun í Öxnadal friðlýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2007 | 23:53
Landsvirkjun eyðir sönnunargögnum!
Í kjölfar kæru á hendur Ómari Ragnarssyni fyrir að hafa smíðað sér flugvöll við Kárahnjúka gleymist að við rannsókn þessa máls sem gæti tekið töluverðan tíma er stór hætta á því að Landsvirkjun verði sek um að spilla eða eyða sönnunargögnum sem gætu stuðlað að því að fá Ómar Ragnarsson dæmdan sem umhverfishryðjuverkamann.
Því er það mín krafa sem unnanda réttlætis og réttarkerfisins íslenska að tappinn verði tekinn úr Kárahnjúkavirkjun þannig að umræddur flugvöllur fari ekki undir vatn og spilli þannig rannsókn málsins.
Réttast væri að farið yrði fram á lögbann á þessum gerðum meðan rannsókn stendur yfir!
Það hlýtur að vera skýlaus krafa að Landsvirkjun stöðvi strax frekari rennsli í Hálslón meðan þetta mál velkist í réttarkerfinu. Að öðrum kosti er ljóst að Landsvirkjun verður sek um að spilla sönnunargögnum og hafa áhrif á störf íslenska dómskerfisins.
9.5.2007 | 23:30
Frasasmiðja Framsóknar.....
Viðfangsefni sem stefna ber á markvissan hátt að að leysa, heildaráætlun um samfellda rammaáætlun um heildræn og skilvirk markmið sem stuðli að aukinni framsetningu skýrrar stefnu ríkisstjórnar velfarnaðar og jafnaðar útfrá samfellu og samfylgni þar sem lögð er mjög þung og ég endurtek mjög þung áhersla á að náist marktækir áfangar án öfga beggja vængja stjórnmálanna sem skapar farsæla landsstjórn.
Fyrir þessu stendur Framsóknarflokkurinn vörð og er í fararbrjósti þar sem ferskir vindar blása með gagnsærri og markmiðaðri heildrænni stjórnsýslu.
Í jafnréttismálum hafa Framsóknarmenn stuðlað að veruleikamiðaðri jafnlaunavottun sem byggir á grunni hugsjóna samvinnustefnunnar án sértækra úrræða vinstri aflanna.
Með opnum huga og á yfirvegaðan hátt erum við afl á miðjunni sem gætir þess að netlögguhugmynd Steingríms J. verði ekki að veruleika, komist stopp-flokkur hans í ríkisstjórn
Við höfnum handbremsustoppi áfram gakk okkarspillingarveg án alls hiks.
Spurningin er - hver er maðurinn?
9.5.2007 | 14:29
Þarna urðum við af milljarðaauglýsingu!
![]() |
Hætt við Live Earthtónleika í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2007 | 00:57
Þetta er aumasta aðför sem ég hef upplifað!
Já, aumt er það þegar gripið er til þessara vopna og deig held ég að þau dæmist. Eftir skrípamynd Framsóknar af frænda mínum úr Þistilfirðinum á maður von á öllu en þetta kom í bakið. Að menn geti ekki sýnt baráttu Ómars virðingu án svona lagaðs (neðanbeltis er of huggulegt) sýnir bara daunillt innræti viðkomandi. Það illalyktandi og rotið að ódaunninn leggur viðkomandi sjálfan af velli.
Þessi árás á Omar Ragnarsson sýnir taugaveiklun stjórnarflokkanna og hversu lágt þeir eru tilbúnir til að leggjast fyrir áframhaldandi faðmlag.
"Engum hefur flogið í hug umhverfisspjöll fyrr en nú, fjórum dögum fyrir kosningar.
STÓRA FLUGVALLAMÁLIÐ.
Í dag hefur verið fjallað þvívegis í sjónvarpi um lendingarstaði mína á Kárahnjúkasvæðinu, fyrst tvívegis á Stöð tvö og síðan í Kastjósþætti um umhverfismál og látið að því liggja að um umhverfishneyksli sé að ræða. Lítum á þetta stóra flugvallamál í heild.
Lendingarstaðirnir sem um ræðir eru allir svipaðir lendingarstöðum Flugmálastjórnar á hálendinu, þannig, að þeir eru náttúrugerðir, þ.e. sléttir melar. Til þess að flugvélar spori ekki í þá og eigi auðveldara um flugtak, eru þeir valtaðir á hverju sumri. Eftir frostlyftingu vetrarins eru þeir síðan eins útlítandi og þeir væru ósnortnir og þá þarf að valta þá að nýju."
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/203367/#comments
8.5.2007 | 23:38
Ég á að skammast mín!
Eitthvað er ég að pirra Framsóknarmenn með skrifum mínum. Ég er sakaður um að vera ómálefnalegur, rökstuðning vanti við það sem ég segi, ég sýni ekki sanngirni gagnvart öllu því góða sem Framsókn hefur afrekað og svo mætti lengi telja. Eiginlega ætti ég bara að skammast mín!
Og þar sem ég er svona ljúfur og réttsýnn drengur ákvað ég að staldra við og velta fyrir mér hvort ég væri að vega ómaklega að þessum yfir 90 ára gömlum stjórnmálaflokki.
90 ára gömlum! Þarna liggur nefnilega hundurinn grafinn. Samvinnuhreyfingin, kaupfélögin og Framsóknarflokkurinn VORU með merkilegustu fyrirbærum fyrri parts síðustu aldar. En þau VORU það!
Það er engin hugsjón, hvorki samvinnuhugsjónin né nein önnur í dag á bak við þennan flokk en hugsjónin um völd. Að viðhalda járnkló sinni sem þeir hafa haft á íslenska embættiskerfið með helmingaskiptareglunni þar sem annar hver seðlabankastjóri kemur frá Framsókn, annar hver sýslumaður, annar hver dómari, stjórnarformaður Landsvirkjunar á móti sjálfstæðismanni í forstjórastól. Svona mætti lengi telja og ef ég hefði nennuna til þess gæti ég grafið upp mörg dæmi um þetta fyrirkomulag. Bara ef ég tæki mig til og færi í gegnum hverjir kosningastjórar þeirra hafa verið í síðastliðnum kosningum og hvaða embættum þeir gegni núna eða hvaða jarðir þeir hafa keypt af ríkinu hefði ég efni í ritgerð. MJÖG þykka ritgerð!
Gleggsta dæmið um starfshætti Framsóknar er 6.3% maðurinn sem ríkir yfir Reykjavík þó borgarstjórinn komi frá sjálfstæðisflokknum.
Ég er búinn að taka þá ákvörðun að halda áfram að skammast mín fyrir það sem ég á að skammast mín fyrir en skrif mín um Framsókn eru ekki í þeim stóra pakka.