Hvaða pukur er á Þistilfjarðarbóndanum?

„Það eru aðrir nærtækari hlutir sem eru okkur hættulegri," sagði Steingrímur. Og ekki útskýrt nánar. Er þetta gagnsæið sem lofað var.? Hvað á maðurinn við? Landið logar í vantrausti og tortryggni gagnvart öllu og öllum og hálfkveðnar vísum og upphitaðir stjórnmálavellingar eru það eina sem er í boði. Veit Steingrímur og ríkisstjórnin ekki að þjóðin er núna eins og Geysir. Sein til og hæg. Óörugg með framtíðina. En ef þessari grænsápu verður ausið áfram upp í vit hennar gýs hún eins og Geysir. Með þunga. Misskilningur stjórnmálamanna um stöðu sína liggur nefnilega í því að af því að þeir voru kosnir en ekki hinir sé fólk ánægt með þá. Það er ekki þannig. Kjósendur eru bara ÓÁNÆGÐARI með hina. Og það getur breyst í hendingskasti.

Það er búið að vera vitlaust gefið frá því að verðtryggingin var tekin upp. Fyrir hennar tíð var vitlaust gefið í hina áttina. En þú bætir ekki ranglæti með öðru ranglæti.

Ef þessi ríkisstjórn ætlar okkur að borga fyrir glæpi örfárra, bjóða upp á okkur 20% verðbólgu (ma. vegna eigin hækkana á lífsnauðsynjum), minnkandi óverðtryggðar tekjur, atvinnuleysi, okurvexti og  lækkað verð á eignunum okkar ásamt ósveigjanlegum og kommúnískum úrræðum gagnvart þeim sem eiga í greiðsluvanda liggur beinast fyrir að spyrja: Hvað fáum við í staðinn? Hvað á að fá venjulega Íslendinga til að gefast ekki upp, flýja af landi brott ef þeir geta eða hætta að reyna að borga skuldirnar?

Hingað til hefur þessi ríkisstjórn ekki boðið upp á neitt annað en aukna myllusteina um hálsinn. Sólstafir í skýjunum væru einir og sér uppörvun. Það er enginn að biðja um sólbaðsveður. Bara að hann hangi þurr.

En pukur og samskiptaleysi ríkisstjórnarinnar við þjóðina er óþolandi. Sérstaklega í ljósi digurbarklegra ummæla um gegnsæi. Allt upp á borðinu osvfrv. 


mbl.is Icesave-skuldbindingarnar ekki hættulegastar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.