Fáum við ekki eignir Landsbankans erlendis afhentar?

Þórdís Ingadóttir dósent við HR sagði frá því í fréttum fyrir stuttu að það væri alls ekki sjálfgefið að íslensk stjórnvöld fengju eignir Landsbankans í Bretlandi til ráðstöfunar. Líklegast væri að fjöldi málaferla kröfuhafa bankans væru framundan þannig að líkurnar á að selja eignir upp í Iceslave glæpinn eru hverfandi. Þetta ef rétt reynist er enn ein ástæðan fyrir því að Alþingi má ekki samþykkja þennan samning.
mbl.is Bresk stjórnvöld verja hryðjuverkalögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Í Bretlandi gilda bresk lög en ekki íslensk.  Þar eru líka sjálfstæðir og óháðir dómstólar sem taka ekki við skipunum frá framkvæmdavaldinu.  Að halda að íslenskar skilanefndir geti sett Bretum stólinn fyrir dyrnar og heimtað eignir sem erlendir kröfuhafar hafa veð í, í erlendri lögsögu er þvílíkur barnskapur að hið hálfa væri nóg. 

Það skiptir engu máli hvort Alþingi samþykkur þennan samning eða ekki, Bretar og Hollendingar munu fá sitt í gegnum tolla og eignaupptöku.  Þessi samningur snýst frekar um það hvort við viljum vera hluti af alþjóðasamfélaginu eða verða Kúba norðursins.  Eins og sagt er á ensku:

Beggers can´t be choosers!

Andri Geir Arinbjarnarson, 20.6.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband