Ætla þingmenn að kyngja þessum samning?

 „Með öðrum orðum er það bundið í samninginn að Íslendingar geta ekki gert Breta ábyrga fyrir því tjóni sem skapaðist vegna frystingar eigna Landsbankans.“ Telja ríkisstjórnarflokkarnir sig geta skrifað undir þetta? Að geta ekki leitað réttar síns fyrir dómsstólum? Ef að það er ekki fullveldisafsal þá veit ég ekki hvað er það.

Í samningnum er einnig ákvæði þar sem IMF, ekki íslenska ríkið  ákvarðar hvort landið hafi burði til að greiða það sem greiða þarf.  Kerfiskallar og möppudýr í samninganefndinni hafa sennilega verið gagnvart þeirri ensku eins og einn starfsmaður Fjármálaeftirlitsins lýsti því hvernig var að eiga við lögfræðingaher bankanna föllnu. Það var ljónagryfja þar sem hjáróma rödd eftirlitsins kafnaði í fuglabjargi hrægammanna.

Svo eru vextirnir sérkapituli út af fyrir sig en í mínum huga er hver sá þingmanður sem kyngir þessum samningi kinnroðalaust að svíkja þjóðina. 

Það á að lögsækja breta og ná betri samningum. Þá með samninganefnd sem veit hvað hún er að gera.

 „ Afsal á griðhelgi fullveldis

 


mbl.is Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymum því aldrei hverjir það voru sem komu okkur í þessa stöðu. Gleymum því aldrei að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gáfu bankana í hendur fjárhættuspilurum og leyfðu þeim svo eftirlitslaust að veðsetja þjóðina. Gleymum aldrei hverjir það voru sem með heimsku sinni og barnslegri trú á frjálshyggju settu landið á hausinn.

Svo koma frammámenn úr þessum tveimur flokkum og láta mikinn, alveg eins og þeir hafi hvergi komið nálægt. þetta er kallað að kunna ekki að skammast sín. Það á reyndar við um bloggara líka sem fylgja þessum tveimur flokkum eins og um trúfélag væri að ræða. Það má velta því fyrir sér hverjir eru landráðamenn í þessu hruni öllu saman.

Valsól (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: Meinhornið

Er flokkshollustan alveg að drepa þig, Valsól? Það er ljóst að það skiptir litlu máli í hvaða flokki kjötkatlafólkið er...

Meinhornið, 19.6.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband