16.6.2009 | 14:44
Þetta kemur þér ekki við....
Ég er ekki að skilja stjórnvöld að ætlast til að við sættum okkur við að skrifað sé upp á óræðan óútfylltan víxil sem við fáum ekkert að vita um og kemur í ljós eftir 7 ár. Hvar er gagnsæið sem lofað var. Við vitum ekkert um samninginn við IMF og ekkert um Iceslave og eigum bara að halda kjafti og vera þæg.
Ætlar Steingrímur virkilega að halda sig við það að það megi ekki segja almenningi frá innihaldi samningsins eins og að hann komi okkur ekki við?
Þeir sem semja svona eru ekki aðeins að semja af sér. Þeir eru hreinlega sekir um svik við þjóðina. Það eru ekki lengur boðleg vinnubrögð að segja fólki að taka á sig verulegar kjaraskerðingar, atvinnuleysi, hækkaða skatta og eignamissi og segja svo þeim sömu að þeim komi ekki við hvers vegna svo sé komið.
Við vitum ekkert um verðgildi þeirra veða sem liggja bakvið Iceslave skuldirnar. Það getur mjög vel verið að sum þessarra veða séu einskis virði í dag. En samningurinn við breta er þegar farinn að tikka inn tekjum fyrir þá.
Kannski er raunveruleikinn sá að íslenska þjóðin þarf að taka á sig þessar drápsbyrðar fjárglæfrablóðsuganna en það kemur ekki til mála að innihald samnings þar um sé einkamál örfárra.
Enn leynd yfir Icesave-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.6.2009 kl. 12:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.