Eggjaþjófar teknir alvarlegar en barnaníðingar og nauðgarar.

Ég man ekki ártalið en um 1974-77 vað þýskur ferðamaður nappaður með Fálkaegg. Hann fékk þungan dóm þá. Gott ef ekki 8 ár. Það sagði mér fyrir nokkru fyrrverandi lögreglumaður frá nauðgunarmáli sem hann kom að fyrir mörgum árum. Máli þar sem hann þurfti að bjarga nauðgaranum frá skrílnum sem vildi berja hann fyrir það sem hann hafði gert. Stúlkan lenti á geðdeild og hann vissi ekkert um afdrif hennar þaðan. En nauðgarinn fékk 3ja mánaða SKILORÐSBUNDINN DÓM! Og gekk um götur bæjarins gleiður og kjaftfor með sömu kærustu upp á arminn og fyrir verknaðinn.

Núna veit ég um annað dæmi líkt þessu þar sem fórnarlambið er á geðdeild en (meintir) nauðgarar ganga lausir.  Það er eitthvað verulega mikið að svona réttarkerfi. Vissulega eru fálkar og örninn í hættu en hvers virði er mannsálin í þessu kerfi okkar?


mbl.is Grunaður eggjaþjófur á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mannssálin er bara einhvers virði ef hún hlustar á sína sannfæringu og er heiðarleg gagnvart sjálfri sér.

Enginn getur bjargað okkur þegar á reynir nema við sjálf.

Leifum engum að stela okkar eigin skoðun og sannfæringu.

Eggin í arnarhreiðrinu eru ekki meira virði en hvað annað. Verð að segja að mér er alveg sama þó ekki fyndust fleiri ernir í veröldinni.

Leifum engum að stela skoðunum okkar.

Skoðanir skapast af reynslu. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.5.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Á meðan veraldleg verðmæti eru hærra metin en mannsálin og á meðan persónuréttindi gerenda er hærra metin en afdrif fórnarlamba þeirra lifum við í bjagaðri veröld. Sorgleg staðreynd en sönn!

Hvers vegna ætli lögreglumaðurinn hafi sagt þér þessa gömlu sögu nema vegna þess að honum finnst lögin sem hann var skikkaður til að verja m.a.s. bjöguð?! Það er undarlegt að hrærast í heimi þar sem við látum það viðgangast að mannsálir séu skemmdar af kynferðisafbrotamönnum. Enn undarlegra þegar þeim er sýnd meiri tillitssemi en fórnarlömbum þeirra. Fórnarlömbum sem sumum hverjum tekst aldrei að snúa aftur til heilbrigðs lífs að nýju vegna þeirra skemmda sem gerendurnir ullu þeim.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.5.2009 kl. 00:07

3 Smámynd: Skarphéðinn Gunnarsson

Nauðganir eru hræðilegar en málið er að það getur verið erfiðara að sanna sekt nauðgarans. Það eru mannréttindi að vera saklaus þar til sekt er sönnuð og ég er viss um að þú myndir vilja eiga þann rétt ef einhvern myndi ranglega saka þig um nauðgun.

Anna Sigríður, að þér sé sama um það þó ekki fyndust fleiri ernir í veröldinni er dapurlegt. Hvernig manneskja ert þú? Arnareggin eru jafn mikils virði og hvað annað í þessum heimi.

Skarphéðinn Gunnarsson, 20.5.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband