29.4.2009 | 21:46
Þögult verðsamráð er krefjandi verk!
Forstjóri Neitt er ekki öfundsverður af kjörum sínum. Honum hefur með dómi verið gert óheimilt að fara upp í Öskjuhlíð til að hitta forstjóra hinna olíufyrirtækjanna og sammælast um verð, kjör og skiptingu um lægstu tilboð til stórkaupenda. Þess utan gert ókleyft að senda minnismiða og tölvupóst með samkeppnishamlandi leiðbeiningum. Það sér það hver heilvita maður að forstjóri sem býr við svona strangar leikreglur þarf að hugsa útfyrir kassann til að viðhalda okri án þess að upp um það komist. TD. verðleggja bensínið út úr korti í trausti þess að hinir forstjórarnir sem hann má ekki tala við skilji málið. Og fari nú ekki að andskotans til að leggja eitthvað minna á bensínið til skrílsins.
Þess utan þarf hann að safna fyrir arð- og bónusgreiðslum hluthafanna og sektinni sem Samkeppniseftirlitið skellti á fyrirtækið. Ásamt töpuðum dómsmálum vegna verðsamráðs. Bæði komnum og ókomnum fram. Sú sekt verður greidd af neytendum enda á Neitt fullt í fangi með að halda í við eigin arðsemis- og græðgissjónarmið. Svona eins og öll önnur íslensk fyrirtæki sem hafa getað látið okkur neytendur njóta góðs af einnar krónu verðmun í þeirri bullandi fákeppni sem hér ríkir. 29.6 millur fyrir þetta eru smámunir. Hann gæti unnið hjá skilanefndum bankanna fyrir meira.
Forstjóri N1 með 29 milljónir í laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:02 | Facebook
Athugasemdir
Hrokafull viðbrögð stjórnenda einkafyrirtækja í fáskeppni eru einkennilega algeng á Íslandi. Neytendur eiga bara ekki annara kosta völ en að hlíta þessu þegjandi. Það er fyrir löngu á allra vitorði að samráð olíufyrirtækjanna eru enn í gangi.
Árni Gunnarsson, 1.5.2009 kl. 00:19
góður
Gullvagninn (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.