Hrollvekjandi fyrirsögn!

Þó að ég sé búinn að lesa greinina með þessari hrollvekjandi fyrirsögn og komast að því að þetta snýist ekki um það að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn hafi meirihluta á þinginu er ég enn með nettan hroll yfir fyrirsögninni. Eigum við eftir að lesa um það að Framsókn og Sjálfsstæðisflokkur séu að mynda næstu ríkisstjórn eftir kosningar? Framsókn er þegar byrjuð að markaðssetja sig á mbl.is sem nýjan flokk með nýja kosningavíxla eins og 20% niðurfellingu. Vefurinn þeirra er á ensku, pólsku, tælensku, spænsku, frönsku, dönsku og íslensku. Það skal flaggað öllu til að komast aftur að kjötkötlunum. Hver man eftir: Fólk í fyrirrúmi. - Milljarður í fíkniefnamálin. 90% Húsnæðislán. (Sem þeir að vísu stóðu við og á sjálfsagt stóran part í hruninu). Klisjusamkeppnin í ríkissjónvarpinu í gær sýnir okkur að þessum möppudýrum er ekki treystandi fyrir stjórn landsins. Málþóf Sjálfstæðismanna á þingi er þeim til skammar. Ég er búinn að taka ákvörðun um að styðja Borgarahreyfinguna vegna þess að ég vil venjulegt fólk á þing ekki flokksuppalninga og erfðaprinsa. Það er komið nóg af slíku.
mbl.is Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

gleymum ekki „Fíkniefnalaust Ísland árið 2000“

raunsæið allsráðandi

Brjánn Guðjónsson, 7.4.2009 kl. 13:03

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Deyja Vu

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.