76 ára gamall fyrrverandi lögregluþjónn barinn af fyrrum félögum.

Í mótmælunum í dag hitti ég fyrir hressan kall. Fyrrverandi sjómann, skipstjóra og lögreglumann. Hann sagði mér að þessi ár sem hann hefði verið lögga hefði hann aldrei þurft að beita ofbeldi. Alltaf geta talað fólk niður. Ég fékk líka að vita ýmislegt um dragnótaveiðar, fiskveiðiskóla í Kóreu, vísu um kvótakerfið og hvað ber að varast eftir hnjáliðaskipti sem eru mikilvægar upplýsingar fyrir föður minn. Raunar ýmislegt fleira sem okkur fór á milli. Ég hitti hann aftur eftir mótmælin við stjórnarráðið. Hér er mynd af hvernig önnur hendi hans leit út eftir lögregluna. Ég á voðalega bágt með að trúa að 76 ára gamall öryrki sé svo mikil ógn við Geir H. Haarde og lögregluna að þetta hafi verið nauðsynlegt. Eða hvað finnst þér? Í ofanálag sagði hann að lögreglumaðurinn hefði reynt að sparka í punginn á sér sem sé þekkt lögreglubragð. Og þetta varekki sá eini sem varð fyrir kylfum lögreglunnar þarna.

 barsmidar.jpg


mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:(  Þetta er rosalegt. Hvað er í gangi hérna?

. (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband