Það hafa 10 ísraelskir hermenn fallið núna þegar þetta er skrifað í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum á Gaza. Mönnum sem fela sig innan um óbreytta borgara. Skjóta flugskeytum frá skólum og barnaheimilum. Látum vera að 4 af þessum 10 ísraelsku hermönnum hafa fallið fyrir hendi félaga sinna. Látum vera að yfir 783 óbreyttir palestínskir borgarar hafa fallið í átökunum þar að þriðjungur börn. Yfir 3500 manneskjur særst. Að 75% Gaza svæðisins sé rafmagnslaust og læknar þurfi að velja á milli þess að hafa hitakassa fyrirbura tengda eða geta framkvæmt aðgerðir á slösuðu fólki. Án allra nauðsynlegra lyfja og tækjabúnaðar. Látum vera að ísraelski herinn sjái til þess að einu fréttaflutningar af svæðinu komi frá þeim. Aðrir fá ekki að koma þangað. Látum vera að fólk hafi ekki drykkjarvatn, sjúkragögn, matvæli eða möguleikann á því að flýja frá drápsvélum fullkomnasta og þjálfaðasta hers heimsins. Látum vera að hlusta á fréttir af því að 11 manns í sömu fjölskyldu hafi verið drepnir í flugskeytaárás og eini eftirlifandinn, átta mánaða stelpa hafi misst handlegg í árásinni.
Tölum ekki um hver ber sökina. Þar eru ótal sjónarmið en ég ætla ekki að fara út í þau. Tölum um það að það er verið að drepa börn, konur, gamalmenni og já kannski líka hryðjuverkamenn. Tölum um kostnaðinn við að drepa þessa hryðjuverkamenn. Tölum um út af hverju þessir hryðjuverkamenn hafa svona mikinn stuðning meðal Palestínumanna.
Við vitum það að ef við króum af dýr út í horni snýst það til varnar. Það gildir það sama um manneskjuna. Gaza er hertekið landssvæði sem Ísraelar hafa gert að stórum fangabúðum þar sem öll grundvallarmannréttindi eru fótum troðin af kúgurunum.
Taktu frá þér réttinn á að vera Íslendingur. Taktu frá þér réttinn á því að eiga föðurland. Taktu síðan frá þér réttinn á að stunda atvinnuna þína. Sviptu þig rafmagninu, mat, vatni og aðgangi að heilsugæslu. Taktu svo frá þér réttinn til að ferðast frá höfuðborgarsvæðinu til Selfoss án þess að vera afklæddur, bíllinn þinn grandskoðaður og ólétt konan þín niðurlægð af brúarvörðunum á Selfossi þar sem þeir heimtuðu að hún sýndi á sér bumbuna og sannaði að hún væri raunverulega ólétt meðan aðrir meðlimir brúarvarðanna létu þig vita að þú gætir ekki gert þessa konu ólétta. Það væri greinilegt að þetta væri annarra manna verk. Svona vinna IDF hermenn Ísraels. Hermennirnir berja þig fyrir að mótmæla ummælum og meðferð á konunni þinni. Og ef þeir eru í slæmu skapi skjóta þeir þig. Og komast upp með það án eftirmála.
Þú kemst í gegnum Selfoss. Með sært stolt og tilfinninguna fyrir því að geta ekki verndað konuna þína fyrir kúgurunum. Þarft svo að endurtaka þetta daginn eftir. Og þann næsta. Lítillækkunin er alger. Þú ert hundur. Rakki þeirra sem ráða. Sumt af því sem ég hef lesið á vefum ísraelskra landnema hef ég neitað að trúa að sé raunverulegt. Þverskurðurinn er eins og var hjá landnemum Bandaríkjanna: Eini góði rauðskinninn er dauður rauðskinni! Skiptir engu hvort um barn, konu eða karlmann sé að ræða. Raunar tala sumir Zionistar um alla Palestínumenn sem Vermin eða skordýr sem þarf að uppræta.
Það að hlusta á sendiherra Ísraels í gærkvöld og áður Livni utanríkisráðherra og fleiri gyðinga réttlæta morðin á tugum barna og enginn mótmælir hryggir mig óendanlega. Gleymum því ekki að Evrópusambandið á í miklum viðskiptum við Ísrael. Þess vegna mjálma þeir hjáróma og ótrúverðuglega gagnvart glæpum Zionista. Gleymum því ekki að allar hernaðarnýjungar Bandaríkjanna eru fyrst teknar til æfinga af Ísraelum gegn Palestínu.
Staðhæfingar Zionista um að Hamasliðar feli sig á milli óbreyttra borgara eiga að mínu mati við rök að styðjast enda hef ég aldrei viljað í mínum skrifum styðja þá frekar en Fatah hreyfinguna sem ég veit að er gerspillt.
En það breytir því ekki að börn og óbreyttir borgarar eru ÓÁSÆTTANLEGUR FÓRNARKOSTNAÐUR í átökum. Það er það hvorki í augum Hamas eða ísraela. Hamas notar sér mannlega skildi en ísraelum er ALVEG SAM ÞÓTT ÞEIR DREPI SKILDINA eða aðra. Börn eða ekki! Það er málið.
Tilraunir með nýtt viðbjóðslegt vopn!
Ísraelar eru að beita núna í fyrsta skipti nýrri sprengju sem tekur öllu öðru fram í viðbjóði. Meira að segja klasasprengjurnar komast ekki nálægt DIME sprengjum í viðbjóði. Í færslunum mínum hér fyrir neðan eru tenglar sem sýna hversu mikill viðbjóður þetta er. Þeir sem sprengjan drepur ekki strax en særastdrepast af krabbameini sem hún veldur.
Fyrir þá sem hafa lesið þetta og eru á báðum áttum vil ég benda á tengingarnar og myndbandið hér að neðan. Svo má vekja athygli á tímasetningu árásar Ísraela. Það er stutt í kosningar hjá þeim og ráðamenn hafa hækkað mikið í vinsældum sl. vikur. Á sama tíma er forsetaembætti Bandaríkjanna milli tveggja forseta og engin hætta á hörðum viðbrögðum þar. Tilviljun?
Íslendingar (Thor Thors) fluttu tillöguna um stofnun Ísraelsríkis hjá Sameinuðu þjóðunum. Þó að það hafi verið töluvert minna en ísraelar hafa síðan sölsað undir sig þá berum við ábyrgð. Ábyrgð sem felur í sér að við eigum núna að slíta stjórnmálasambandinu við Ísrael og sýna fyrirlitningu okkar á þessum viðbjóðsslegu slátrunum á saklausu fólki.
Blogg frá palestínumanni á Gaza: Three fleeting hours of respite so we rushed out looking for bread
The West Bank: We're all Hamas now - supporters of Fatah unite behind enemy
Papal response: Vatican compares Gaza to Nazi camp
Bombing to make the Gaza prison even more secure for Israel
Norwegian doctor: Israel intentionally targeting civilians
Could Israel Be Charged With War Crimes?
Ísraelar halda hernaði áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Facebook
Athugasemdir
Frábær færsla hjá þér. Það er óskiljanlegt að Ísraelsmenn komist upp með þetta, mótmæli heimsbyggðarinnar eru allt of máttleysisleg.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.1.2009 kl. 22:03
Algerlega frábær færsla og Staðreyndir. þetta er ótrúlegt hvað menn komast upp með í skjóli hernaðarstórvelda.
Og hérna eru okkar vanhæfu stjórnmálamenn að tala út um að það sé ekki rétt að mótmæla á alþjóðagrundvelli.
Óskiljanlegt með ÖLLU
Guðni Hjalti Haraldsson, 10.1.2009 kl. 01:25
Þakka þér fyrir pistilinn
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.1.2009 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.