Lögreglan njósnar um mótmælendur

„Á sömu mótmælum henti hópur fólks stórum borða fram af svölum húss sem statt er við Austurvöll. Á borðanum sagði ,,Niður með kapítalismann – Rísi réttlætið!” og höfðu þeir sem hentu fram borðanum, hulið á sér andlitið með svörtum klútum.

Hörður Torfason, sjálfskipaður mótmælastjóri, misnotaði þá aðstöðu sína fyrir framan hljóðnemann og bað fólkið um að taka af sér grímurnar. Hann sagði að við byggjum ekki í þannig samfélagi að fólk þurfi að hylja á sér andlitin. Þvílík heimska og hræsni! Raggeitin ónafngreinda löggan og hennar viðvera á Austurvelli er sönnun á því að yfirvöld eru að safna upplýsingum um þá sem mæta á Austurvöll og mótmæla ríkisstjórninni og valdníðslu hennar.“ Aftaka.org

Ég hef oft velt fyrir mér afhverju róttækir mótmælendur hyldu andlit við mótmæli. Þessi myndbönd hér sem eru frá lögreglunni sjálfri í Portland USA, sýna vinnubrögðin. Hvernig fórnarlömb eru valin úr. Hvernig lögreglan lætur til skara skríða burtséð frá því hvort það standi ógn af mótmælendum eða ekki. Og ef einhver heldur að það sem þessi lögregla er að gera í USA sé eitthvað sem myndi ekki viðgangast hér þá minni ég bara á Rauðavatnsofbeldið. Íslenskir lögreglumenn eru með sömu þjálfun og þeir á myndbandinu.

 

Von á táragasi og piparúða - Viðbragðsleiðbeiningar

Lögreglan hefur í heild staðið sig vel - en gerði slæm mistök

 Fashion Tips for the Brave


mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenska lögreglan hefur lengi tekið upp öll mótmæli fyrir framan bandaríska sendiráðið. Upphaflega voru það einkennisklæddir lögreglumenn sem sáum um það en núna eru það óeinkennisklæddir lögreglumenn sem sjá um þetta til að falla inn í hópinn. 

Karma (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband