Það er kominn tími á grjótið.....

Geir Jón og félagar hafa staðið sig frábærlega meðan mótmælt var við Austurvöll. Samskipti þeirra við mótmælendur hafa öll verið á besta veg miðað við spennuna sem ríkir. En fyrir fólk sem heldur að þeir hafi verið þarna 4 saman félagarnir og ekki talið þörf á fleirum þá vil ég benda á að varðhundarnir voru aldrei langt undan. Þegar ég í gær keyrði um bæinn leitandi að bílastæði til að taka þátt í mótmælunum varð ég að keyra frekar langt til að fá stæði. Það var frábært að sjá fólk streyma ofan af Arnarhól, niður Laugarveg og aðrar götur á leið á fundinn. Ég parkeraði rétt hjá kirkjugarðinum gamla. Þar tók ég þessa mynd. Fullur bíll af varðhundum ríkisóstjórnarinnar og vafalítið hafa þeir verið staðsettir á fleiri stöðum. Svona ef Björn myndi segja „go!“

Mistök lögruglunnar liggja í að halda að það sé enn hægt að haga sér hvernig sem þeim sýnist. Saving Iceland krakkarnir fengu engan skilning eða samúð á sínum tíma. En lögruglan kemst ekki upp með það sama í dag.  Og drottningarviðtalið við lögruglustjóra er mér óskiljanlegt! Maðurinn ruglar um að þessi handtaka komi mótmælunum ekkert við og fréttamaðurinn tekur það gott og gilt. Þvílík undirlægja!

Ég get ekki séð, augun og andlitið brenna

Valdníðsla í verki

 

dcp_9922.jpg


mbl.is Engin lagaheimild fyrir handtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Tad er mikid ad folk er farid ad opna augun fyrir valdnidslu logreglu og rikisstjornarinnar  !

Guðrún Magnea Helgadóttir, 23.11.2008 kl. 14:05

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Senda þarf alla stjórnsýsluna eins og hún leggur sig frá A - Z á Dale Carnegie námskeið á eigin kostnað.

Á Dale Carnegie námskeiðum gefst fólki á að byggja upp hæfileika á fimm sviðum og markmið námskeiðsins er að:

1) Efla sjálfstraustið
2) Bæta hæfni í mannlegum samskiptum
3) Efla tjáningarhæfileikana
4) Þróa leiðtogahæfileika
5) Bæta lífsviðhorf okkar

Víðsýnir og metnaðargjarnir einstaklingar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að sýna frumkvæði, búa yfir stjórnunarhæfileikum og geta komið sjónarmiðum sínum skilmerkilega á framfæri til að mæta hinum ströngu og síbreytilegu kröfum í hörðum heimi viðskiptalífsins. Og ná árangri. Á Dale Carnegie‚ námskeiðinu tekurðu þátt í verkefnum sem bæta samskipti þín við aðra, skerpa minnið og gera þig að trúverðugum leiðtoga. Þú þarft reglulega að stíga út úr þægindahringnum en það hjálpar þér að vinna bug á ótta og hræðslu við gagnrýni og losar um hömlur. Sannast sagna má líkja því við að þú kastir af þér gömlum og þungum frakka sem hefur íþyngt þér um áraraðir og finnir hvernig þú öðlast hugrekki og langþráð frelsi til að bera þig eftir framtíðarmarkmiðum þínum.

Á námskeiðinu lærirðu þau grundvallaratriði sem eru lykillinn að allri velgengni og þú kemst upp á lag með að nýta þau í daglegum athöfnum. Í lok námskeiðsins mun þér líða eins og ekkert geti komið í veg fyrir að draumar þínir rætist. Þú hefur öðlast traustan grunn til að öðlast enn frekari þroska og hæfileika til að blómstra á þeim vettvangi sem þér hentar.

Tekið héðan en ég hef áður skrifað um það hérna

Sævar Einarsson, 23.11.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband