11.11.2008 | 12:04
Hér eru 3000 störf fyrir bankamenn! - Nýtt samfélag - fjölskyldan fyrst!
Umfang umræðunnar um andleg og félagsleg áhrif kreppunnar er nánast ekkert við hliðina á fréttum af pólitík, hagstærðum eins og stýrivöxtum, fjöldauppsögnum og eggjakasti. Einn og einn sálfræðingur er fenginn til að tjá sig í fylgiklausum um þessi mál. En þessi mál skipta atvinnulaust fólk, þá sem eru að missa heimili sín og geta ekki leyft börnunum sínum lengur að stunda tómstundir miklu máli. Það er eitt að sleppa áskriftum af fjölmiðlum. Allt annað þegar þú getur ekki keypt námsgögn fyrir barnið þitt.
Við bræðurnir vorum að ræða þessi mál í gærkveldi og hann kom með pælingu sem mér finnst ekki bara áhugaverð. Mér finnst hún snilld!
Það eru um 3-4000 bankamenn á atvinnuleysisbótum. (Gef mér að einhverjir hafi fundið nýja vinnu). Af þeim er væntanlega stór hluti sem hefur starfað sem þjónusturáðgjafar og gjaldkerar með yfirsýn yfir helstu erfiðleika sem fólk hefur lent í við rekstur heimilanna og fyrirtækja. Stofna mætti nýtt fyrirtæki utan um starfssemina eða setja inn í Ráðgjafaþjónustu heimilanna.
Hugmyndin í hnotskurn er þessi: Hver bankastarfsmaður tekur að sér 10-20 heimili, fer í gegnum fjármál þess, greiðslubyrði oþh. og gerir úttekt á hverju þyrfti að breyta til að heimilið gæti byrjað á nýjum 0 punkti með raunhæfar greiðslubyrðar þar sem nýtt samfélag - fjölskyldan fyrst væri viðmiðið.
Nú kann einhverjum að finnast þetta einhver útópíudella en ef við stöldrum aðeins við og skoðum nokkrar staðreyndir um kostnaðinn af núverandi umhverfi okkar:
Ef fólk hættir í þúsundatali að borga af húsunum af því að það getur það ekki eins og stefnir í fer íbúðalánasjóður á hausinn. Kostnaður ríkisins af atvinnuleysi verður gríðarlegur. Kostnaður heilbrigðiskerfisins verður gríðarlegur. Ríkið og bankarnir sitja uppi með þúsundir óseljanlegra eigna sem þarf að halda við og borga gjöld af. En það skiptir ekki minna máli andleg líða, brotin sjálfsmynd, aukin sjálfsvíg, aukin stéttaskipting, auki áfengis- og fíkniefnavandamál, mismunun til mennta- og heilbrigðisþjónustu.
Afkoma fjölskyldunnar skiptir meira máli en eignamyndunin í húsnæði í svona árferði. Vextir af húsnæðislánum umfram verðtryggingu (ef hún á að halda sér) ættu að vera í lágmarki kannski 2-3% þannig að eigið fé íbúðarlánasjóðs nái að halda sér. Er ekki lánasjóður íslenskra námsmanna rekinn með tapi? Færa þyrfti með þess öll húsnæðislán heimilanna á upphafspunkt til 25-40 ára. Leigja íbúðir sem íbúðalánasjóður hefur leyst til sín með svipaðri aðferðafræði og hjá Búseta.
Hugarfarsbreytinginn snýst þá um nýtt samfélag - fjölskyldan fyrst. Eignamyndun yrði útfrá afgangsstærðum hverju sinni. Þú getur borgað inn á höfuðstólinn mánaðarlega ef þú vilt eða getur án þess að vera refsað fyrir það með uppgreiðsluákvæðum.
Jóhanna Sigurðardóttir lagði fram einhverjar hugmyndir um að fólk í erfiðleikum gæti leigt húsnæðið sitt af íbúðalánasjóði. Fólk sem er búið að leggja allt sitt í húsið sitt í 15 ár, snyrt garðinn, haldið við húsinu, skapað sitt heimili á sínum forsendum hefur engan áhuga á að leigja sitt líf af ríkinu! Þvílík firra!
Ef tekið yrði svona á málunum, vaxtaokrinu hætt, stimpil- og seðilgjaldasvínaríinu, komið böndum á innheimtuhákarla með vafasamar innheimtuþóknanir og manngildi sett framar græðginni byggjum við nýtt samfélag. Og komum um leið í veg fyrir að þúsundir velmenntaðra Íslendinga flýi þann sauðskinnsskóafarveg sem okkar vanhæfu stjórnmálamenn eru að gera okkur.
Bankastarfsmennirnir 3000 hefðu kannski ekki allir vinnu sem ráðgjafar heimilanna í framhaldinu en 1-2000 ráðgjafar sem fylgja eftir starfinu með því að hitta hverja fjölskyldu 1-2 í mánuði og þiggja 7-10.000 á mánuði í laun hjá hverri eru þá með ágæt laun. Ekki ofurlaun en ekki atvinnulausir.
Til frekari útfærslu á þessu þyrfti mannlega hagfræðinga. Ekki stjórnmálamenn takk!
Leita starfsmanna á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Flott samantekt hjá þér og margar góðar hugmyndir. Spurning hvort að ég megi bæta einhverju af þessu inn á hugmyndalistann hjá mér. Ekki verra ef þú gætir brotið þetta aðeins upp eins og þú vilt hafa það og sendir mér?
Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.11.2008 kl. 12:43
Mikið rett hjá þer, her í Noregi hefur allmenningur nokkuð sem ekki þekkist á Islandi og allir eru að bíða eftir, ár eftir ár eftir ár, en það heitir stöðuleiki,stöðuleiki og aftur stöðuleiki. fjölskildur her í Noregi geta nefnilega gert framtíðaráætlanir vegna stöðuleika.
Heia Norge
Vilhjálmur C Bjarnason, 11.11.2008 kl. 12:56
Þetta er mjög flott hugmynd hjá þér sem ég vona að þú komir áfram. Takk fyrir að benda mér á þennan pistil Ég vona að einhverjir þeirra viðskipta- og hagfræðinga sem hafa verið að missa vinnuna sl. vikur sjái þetta og hrindi í framkvæmd þessari stórsnjöllu hugmynd í framkvæmd.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.11.2008 kl. 01:45
Mikil afbragðshugmynd að láta þetta fólk vinna fyrir launum í stað þess að þiggja atvinnuleysisbætur. Þarna er fólk sem safnað hefur reynslu og samfélagsþroska sem mörgum gæti orðið að gagni á þeim erfiðleikatímum sem nú blasa við.
Árni Gunnarsson, 13.11.2008 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.