9.11.2008 | 12:55
Var þér boðið í þetta partý?
Norah Jones hélt tónleika á Íslandi og XL Group keypti fyrst 3 sætaraðir fyrir sig og sína. X fékk símtal þar sem hann var beðinn um að hjálpa til við undirbúninginn af partíinu fyrir tónleikana sem voru haldnir í Laugardalshöll. Dagana fyrir tónleikana vann hann með öðrum við sviðsmyndir, barina og innganginn sem áttu að vera í partíinu fyrir tónleikana. Það var sérsmíðaður inngangur og göng fyrir XL GROUP gestina. Rauður dregill, ljóskastarar og flauelsklætt handrið meðfram dreglinum. Kastaranir hringsnerust og sköpuðu spennandi andrúmsloft. Fyrir ofan dyrnar var stórt skilti sem á stóð Saturday night club XL Group. Það var búið að há X og félögum nokkuð mikið við vinnuna að það náðist aldrei í forsvarsmenn partísins. Þeir voru staddir í London í öðru partíi á vegum félaga sinna og máttu ekki vera að því að skipuleggja þetta.
Vansvefta eftir yfir 36 klst. vinnu voru X og félagar að leggja síðustu hönd á undirbúning partísins. Salurinn sem gestir XL Group hafði fyrir gesti sína hafði tekið ótrúlegum breytingum. Í loftinu voru sérsmíðaðir kassar úr plexigleri og áli með lýsingu sem ein og sér hafði kostað rúmar 2 milljónir. Sérsmíðaðir barir og kassar hálfgerðir skúlptúrar með innbyggðum myndvörpum. Hlómsveitarpallur fyrir jasshljómsveit sem átti að spila sem upphitun. Annar pallur fyrir plötusnúð. Sérsmíðuð aðstaða fyrir kokkana. Kostnaðurinn hljóp á fleiri milljónum.
10 mínútum fyrir komu fyrstu gestana voru málarar að leggja síðustu hönd á undirgöngin sem gestir XL Group myndu ganga í gegnum. Rafvirkjarnir voru á fullu og smiðirnir að leggja lokahönd á risastór tjöld fyrir skjávarpana.
Svo komu sendibílarnir með veitingarnar. Stór kassabíll með vínveitingar. Bretti eftir bretti að freyðivíni, rauðu og hvítu. Bjór og sterkara. Stærri bíll með matinn. Umgjörðin og útlitið gerði X orðlausann. Og svangann! Hann hafði aldrei séð svona glæsilegann veislumat þrátt fyrir ótal fermingarveislur, brúðkaup og afmæli.
Þegar hæst stóð voru um 130 manns á fullu við að gera þessa veislu eins og til stóð. Þegar að iðnaðarmennirnir fóru urðu eftir um 25 þjónar, 10 kokkar, veislustjórar, öryggisverðir, plötusnúðar og hljómsveit.
Gestirnir 300 eða 500 urðu sér til skammar gagnvar Nohru Jones með því að vera of merkilegir til að mæta fyrr en eftir upphitunarhljómsveitina. Sem hún kom fram með.
X hafði áður orðið vitni af því að 50 afmæli viðskiptamógúls sem haldið var í vöruskemmu hafði átt að vera með afrísku þema. Skipuleggjendur þess höfðu lent í því að það voru einhver leiðindi með það að fá alvöru fíl til landsins til að gera þetta trúverðugt. Þeir leigðu ma. indversk teppi og einhverja fleiri hluti af konu sem X þekkti. Þegar upp var staðið greiddu þeir meira en ef þeir hefðu keypt hlutina. En skipti ekki máli vegna þess að FYRIRTÆKIÐ borgaði.
Eftir Norah Jones tónleikana voru iðnaðarmennirnir kallaðir út. Allt hreinsað út og KEYRT Á HAUGANA!
Fólk er enn að velta fyrir sér hvernig XL Group tókst að eyða 40 milljónum á dag í rekstur. Þetta er eina dæmið sem ég þekki.
Kjörumhverfi fyrir spillingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Facebook
Athugasemdir
Nei mér var ekki boðið í þetta partý! En ég veit um annað partý þar sem mér var ekki boðið heldur. Einn mjög þekktur "krimmi" Við skulum bara kalla hann HS........ bankaði uppá hjá nágrönnunum í miðri viku og bauð þeim í smá teiti...... Þegar þeir komu inn þá var eitt stykki strengjarhljómsveit að spila, kavíar, kampavín og fleira góðgæti...... sagði HS að hann væri að fagna djöfull góðum díl sem hann hafði gert fyrr um daginn........
Spurning hvort þessi DÍLL hafi verið einn af þessum mörgum DÍLUM sem við erum að borga fyrir í dag!!!!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.