Og á ekki að draga þessa lygara til ábyrgðar......

 Menn sem stunda svona fjármálamisferli eins og sést á myndböndunum hér fyrir neðan eiga að þurfa að svara til saka. Við íslensk, dönsk, norsk og sænsk stjórnvöld. Gjaldþrota flugfélag keypt á 4 milljarða, selt á 15 milljarða skömmu seinna, siðast á guð má vita hvað marga milljarða verandi í botnlausum taprekstri til að búa til ímyndaðar eignir byggðum á reyk er glæpamennska.

Eiga forsvarsmennirnir sem stóðu fyrir þessu að labba í burtu með milljarða í rassvasanum, farþega um allan heim strandaða og komast ekki heim til sín og þetta er bara svona „shit happens“ dæmi. Nei þeir eiga að sitja inni fyrir fjársvik og blekkingar. 

„Hún hafi ekki verið reiðubúin að ljúga og því hafi hún verið látin fjúka“. Það hefði verið töluvert meira en ágætt ef einhverjir íslenskir bankamenn hefðu haft sama siðferðiskennd og þessi kona. Þá væri staða íslensku þjóðarinnar önnur.


mbl.is Rekin fyrir að segja ekki ósatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband