Ég ætla að afskrifa skuldirnar mínar bæði við ríkið og bankana

Rökin mín eru sú að þar sem ég er orðin atvinnulaus vegna afglapa ráðamanna og bankanna hef ég ekki lengur efni á því að borga af skuldunum. Ég átti ekki þátt í góðærinu og frábið mér að borga fyrir sukk annarra. Ef að það er hægt að afskrifa skuldir valdra manna með einu pennastriki, skipa menn í rannsókn á gjörðum sona sinna til að halda múgnum áfram óupplýstum, ljúga dögum saman um ástandið eins og Geir gerði, skuldsetja framtíð landsins eins og útrásarglæpamennirnir gerðu.... já þá hlýt ég að geta afskrifað skuldirnar mínar. Eða hvað.... ég er ekki með flokksskírteini í Flokknum.

Nei kannski verð ég bara að sætta mig við það að vera „ásættanlegur fórnarkostnaður“ Herr. Haarde.


mbl.is Voru skuldir stjórnenda Kaupþings afskrifaðar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband