„Smásöluverslanir Baugs á Íslandi séu mjólkurkýr fyrirtækisins“?

Árum saman hafa forsvarsmenn Baugs haldið því fram að hér sé lítil álagning hjá þeim. Hér ríki grimm samkeppni. Samkeppni sem snerist um þögult samkomulag tveggja aðila um að skipta milli sín markaðnum með einnar krónu verðmun í verslunum. (Krónan-Bónus).

Samkeppni milli 2ja risa sem hafa sölsað undir sig stærsta hluta verslanalífs landsins.

Þess vegna er gott að sjá þessa staðfestingu á því að íslenskir neytendur hafa verið blóðmjólkaðir til að eigendur fákeppnisverslana geti fjárfest í erlendum tuskubúðum

 „One banker described the Iceland supermarket business as Baugur's “cash cow”, bearing in mind its renaissance under Mr Walker. Again, it is thought that Baugur owns only a minority stake in the business.“ Greinin í TimesOnline


mbl.is Viðræður um fjármögnun Mosaic Fashions
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá þig svona aktívan aftur, það er ljóst að nú þurfum við "nöldrararnir" að reyna að hnippa í svefnpurrkurnar, þessar hamfarir ættu að geta haft góð áhrif, ef fólk nennir að læra af þeim.

Bendi á grein eftir Ragnar Önundarson sem fjallar um sama efni, "Þjóð án verðskyns er auðlind", en Lára Hanna hefur skannað greinar hans inn og gert þær aðgengilegar hér.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.