Fagra Íslandi sturtað með laxerolíu...........

Björgvin G. Sigurðsson sagði á fundi í Þingborg fyrir kosningar að eignarnám væri ekki valmöguleiki fyrir Landsvirkjun vegna virkjana í neðri-Þjórsá. Síðan þá hefur hann sem ráðherra tekið skóflustungu að nýju álveri í Helguvík.

Ef virkjanaáform Landsvirkjunar í Þjórsá ná fram að ganga verður partur af henni aumkunnarverður lækur með innan við 4% rennsli eftir. Afleiðingarnar verða skelfilegar. (Sjá greinar hér og hér).   

VG er að biðja Samfylkinguna um að standa við kosningarloforðin. Við hin sem héldum að Samfylkingin væri að meina það sem þau voru að segja erum að biðja þau um það líka.

Það eru allar líkur á því að Landsvirkjun (ríkið í ríkinu), ólöglegt framsal Títanvatnsréttindanna að Þjórsá þremur dögum fyrir síðustu þingkosningar, valdasýki Samfylkingarinnar, ólögleg eignarnám gagnvart bændum sem neita að lúta ægivaldi Landsvirkjunnar og ósveigjanleg stóriðjustefna Sjálfstæðismanna verði til þess að lækurinn Þjórsá verður að veruleika. 

Stærsti drullupollur Evrópu er orðinn að veruleika. Hann heitir Kárahnúksvirkjun. Stærsti þjóðgarður Evrópu við Vatnajökul felur ekki þennan drullupoll. Sagan á eftir að dæma og ef þessir þröngsýnu fáráðlingar sem vilja virkja allt fá að ráða þá eiga Evrópubúar bara eftir að segja eitt við okkur: Af hverju? Þið sáuð hverju við klúðruðum. Af hverju að endurtaka það?

Það er greinilegt að með stjórnarsamstarfinu hafa Samfylkingarmenn fengið laxerandi. Miðað við hvað þeir eru happý með gang mála. 

Kínverjar opna 2 ný kolakúin raforkuver í hverri viku og það að halda það að gera Þjórsá að læk breyti einhverju um gang mála á alþjóðlegum grundvelli er svona eins og þegar utanríkisráðherra heldur að hérlendar sviða- og hvalspiksætur eigi raunhæfan möguleika á að stilla til friðar milli ísraela og Palestínumanna.

Óendurunnið ál Bandaríkjanna sem vilja ekki endurvinnslu dósa nægir í fimmfaldan þann flugflota sem smíðaður er árlega.  Svona mætti lengi telja. Náttúruverndarsinnar hafa það til síns máls og á eftir að sannast að hrein náttúra, hreint loft og hreint vatn verða mestu auðlindir framtíðarinnar. Og þá verður dýrt að hafa selt þetta á spottprís.

Ég mæli með því að fólk fari á tónleika næsta laugardag. Láti veruleikafyrrtu valdasjúklingana vita að við séum ekki sátt. Forstjórar og framkvæmdastjórar sem standa sig ekki eru reknir. Við sitjum uppi með vanhæft lið í 4 ár.

 


mbl.is VG: Vilja bjarga Þjórsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.