4 milljónir í verðlagseftirlit - 100 milljónir í tindátaleik......

Ég hef svo sem haft ýmsar skoðanir á ríkisstjórnum þessa lands gengum tíðina en þessi er sú fyrsta sem ég skil ekki. Með allan þennan meirihluta bak við sig myndi maður ætla að upp væri runninn tími stórra skrefa og djarfra ákvarðana. Tími sem endurspeglaði væntingar kjósenda Sjálfstæðis- og Samfylkingarmanna. Nýir tímar í íslenskum stjórnmálum þar sem samhugur meirihluta þjóðarinnar og þeirra sem hún kaus yrðu í sögunni minnismerki frábærrar stjórnar sem léti eftir sig mörg merkileg þjóðþrifaverk.

En nei. Ríkisstjórnin er á tali. Næst ekki í hana. Er erlendis. Útaf einhverju mjög mikilvægu. Utanríkisráðherra ætlar nefnilega að verða eins og Gandhi, King, móðir Theresa og Mandela til samans fyrir hönd þjóðarinnar. Herra Haarde er líka að reyna að sýna að hann þekki jafn marga merkilega menn og forsetinn. Restin af ríkisstjórninni er í tómu tjóni með hvort þau séu að koma eða fara. Og tala eins og borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík. Út og suður. Norður og niður en voru öll sammála.

Það er ekkert að gerast hjá þessari ríkisstjórn sem lýtur að hag landsmanna. Hörmungunum sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir  var mætt með 4 milljón króna framlagi í AUKIÐ VERÐLAGSEFTIRLIT!

Á sama tíma eru franskir þotuflugmenn að spóka sig um miðbæ Reykjavíkur. Þeir tóku þoturnar með sér og íslenska ríkið leggur út 100 MILLJÓNIR til að þeir geti djammað hér í 6 vikur. Eða er ég að misskilja eitthvað? Á landið yfir höfði sér innrás? Loftárás? 

Hvað er hægt að gera við 100 milljónir annað en að vera í tindátaleik eða kaupa pláss fyrir sendiráð í Tókíó?  

Það er hægt að minnka biðlista dauðvona fólks í aðgerðir. Það er hægt að koma í veg fyrir að öldruð hjón séu aðskilin og þurfi að búa með ókunnum í herbergi. Það er hægt að finna ótrúlega margt þarfara. Og þá er ég ekki að meina að einhver ráðherranefna geti látið bora í gegnum fjall við Séstvallavík til að hljóta endurkjör.

Það er td. hugmynd að fara eftir kosningarloforðum þessara flokka og EFNA ÞAU sem virðist ekki vera ofarlega í huga sveimhuga ráðherra í útlöndum.

Fyrir Samfylkinguna heitir eitt þeirra „Fagra Ísland“ og sum okkar muna enn eftir því meðan glottandi forstjóri Landsvirkjunar segir ekki tímabært að ræða eignarnám vegna Urriðafossvirkjunar. Nokkurs sem ráðherrar Samfylkingarinnar hafa sagt að kæmi aldrei til greina. Og Dagfinnur dýralæknir í fjármálaráðuneytinu sagði á fundi á Þingeyri að væri ekki raunhæft að ræða. Fyrst þyrfti að finna kaupendur af orkunni.  

Er fólk í stjórnmálum til þess að geta sent kjósendum sínum puttann?  Ég bara spyr?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alveg sammála, hryllileg sóun í þessi "varnarmál" og pot í að reyna að vera í öryggisráði...

stjórnmálin eru algert leikrit, eins og sést á viðsnúningi samfylkingar þegar hún komst í stjórn

Gullvagninn (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.