Það var óumflýjanlegt að höggva mann og annan....

Nýi lögreglustjórinn okkar birtist mér skelleggur sl. sumar þar sem ég lagði ólöglega við Laugarveginn og tilkynnti mér að ég væri að brjóta lögin. Þurfti nauðsynlega að skila af mér timbri utan löglegs tíma.

Ekki það að gáfnafar mitt sé takmarkaðra en svo að ég vissi upp á mig skömmina en mér fannst það að yfirpáfuglinn væri á vappi í miðbænum vera merki um breytta og væntanlega betri tíma.

Til þessa hafa þessir breyttu tímar og áherslur aðallega snúist um að ónáða fólk í hlandspreng.

Óumflýjanleiki þess að lögruglan gerði sig almennt að athlægi við Rauðavatn er aftur annað sem ég á erfitt með að skilja. Td. af hverju menn mættu vopnaðir piparúða sem var greinilega ekki búið að segja víkingunum að væri úði en ekki gas, hjálmum, skjöldum og kylfum. Við mótmæli vörubílstjóra!

Lögreglustjóri sem ég hingað til hef haldið  skynsaman og vel gefinn lætur út úr sér í drottningarviðtali við 24stundir: „Menn mættu vopnum búnir, tilbúnir að takast á við lögregluna MEÐ ÚÐABRÚSA OG KVEIKJARA!!!!!

Ef að menn eins og sá sem þetta mælir og sá sem æpir gas, gas, gas þegar hann spreyjar PIPARÚÐA eru uppistaðan í Lögruglu höfuðborgarsvæðisins er spurning hvort það ætti ekki að skera fjárveitingar til hennar niður um ca. 110%?

Og ef að þessir sömu hugsuðir hugsa eins og ályktun lögruglumanna  um daginn um að rafbyssur séu nauðsynlegasta tæki dagsins í dag til löggæslu já þá erum við í vondum málum. Ég vil ekki vita af rafbyssu í höndunum á Gasboy. Raunar ekki neinum af þessum mönnum.

Ég geri mér alveg grein fyrir að það að hafa afskipti af dauðadrukkinni ofbeldisfullri amfetamínætu á sinni 20-30 klukkustunda neyslu er ekki  árennilegt. Eða erlendum glæpahópum sem virðast vera að koma sér fyrir hér. Oft með þjálfuðum fyrrverandi hermönnum innan sinna raða. Ég hef fulla samúð með lögreglunni fyrir sumt af því sem þetta fólk þarf að upplifa og ganga í gegnum. Nokkuð sem ég væri aldrei til í.

En það réttlætir ekki rafbyssur sem hafa hingað til verið valdar af tugum ef ekki hundruðum mannsláta auk þess að lögreglan í Bandaríkjunum hefur orðið uppvís um að nota þessar byssur sem pyntingartæki. Það er ekkert sem segir að íslenskar lögruglur með stuttan þráð geri ekki það sama. Öðru eins hef ég orðið vitni af.

Það er samt skyldleiki og tengsl innan lögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins við 24stundir og Morgunblaðið sem mér finnst athyglisverðast við drottningarviðtalið við Stefán. Ef að fólk gæfi sér tíma í að kynna sér þetta sést samhent klíka. Og ef að Stefán fékk ekki símtal frá Birni Bjarnasyni um hvernig hann ætti að bregðast við Sturlu og félögum þá er það af því að hann vissi alveg til hvers væri ætlast af honum.

 Svo er hlutur fjölmiðla athyglisverður í þessu samhengi. Eigum við að trúa fjölmiðlum sem sprikla eftir handriti lögruglunnar?  Sérpöntuð drottningarviðtöl eins og 24stunda við Stefán, tök dómsmálaráðherra á Morgunblaðinu og 24stundum og aumingjaskapur þessarra fjölmiðla og 365 miðlanna við að taka afstöðu í málunum og upplýsa, gera þessa miðla jafntrúverðuga og Samfylkinguna í umhverfismálum. 

Hvað er þá eftir af heiðarlegum hlutlausum fréttaflutningi?  RÚV? Jamm..... líklegt.

Einn vinur minn varð vitni af aðgerðum lögreglunnar við Rauðavatn. Þekkir 3 af lögreglumönnunum sem þar voru. Þeir fullyrða að þetta hafi verið nauðsynlegt. Enda var þeim sagt það. Vinur minn sá engan byrja þetta. Annan en lögrugluna. 


mbl.is Það sem gerðist var óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.