Náttúrumorðingjar og auðskækjur.

Þegar lesnar eru greinar um álversframkvæmdir, virkjanir áframhaldandi hagsæld og velferð er áberandi hvað þessi þjóð skiptist í tvennt.

Annars vegar eru hardcore auðhyggjufólk sem er til í að selja allt frá náttúru okkar til framtíðar barnabarna sinna  til að ÞEIRRA EIGIN LÍF verði sem best og hagnaður sem mestur. Seinni tími sé seinni tíma vandamál.

Hins vegar er fólk sem vill fara sér hægar. Verðmetur náttúruna dýrar en hinn flokkurinn. Hugsar minna um nútíðina en samhengið og framtíðina.

Viltu þá bara atvinnuleysi? Landsvirkjun (á) 95% af vatnsréttindum við Þjórsá (afhent 3 dögum fyrir síðustu kosningar). Viltu þá frekar að kínverjar brenni kol við framleiðslu á áli?

Rökin sem eru notuð af auðskækjunum eru í allar áttir en þær eiga það allar sameiginlegt að ÞOLA EKKI NÁNARI SKOÐUN. Kínverjar hætta ekki að brenna kol við álframleiðslu þótt að 250 þús. tonn álver verði reist hér. Rafmagnsverð í Brasilíu breytist  ekki við að vera í samkeppni við íslenska raforku.  

Núna hafa „sérfræðingar“ í boði Landsirkjunar TEKIÐ AF ALLAN VAFA um að jarðskjálftahrinur við Upptyppinga séu vegna Hálsalóns Kárahnjúkavirkjunar. Er einhver sem trúir þessum kattarþvotti?

REI dæmið sýndi okkur hversu mikið auðmenn ásælast þær auðlindir landsins sem þeir hafa ekki enn getað sölsað undir sig. Það að gera þann hluta Landsvirkjunar að ehf. sem á að sjá um virkjanir í neðri-Þjórsá þjónar tvennum tilgangi. Þeir eru þá ekki lengur upplýsingaskyldir um eitt eða neitt og laun vígamannanna eru ekki lengur á borðinu.

 Þessi ehf. mennska uppgjafarpólitíkusa sem snýst um að þurfa ekki að vera heiðarlegir er ekki til þess fallin að fólki finnist þeir vera að starfa í almannaþágu. En þeim er greinilega alveg sama enda með margra ára embættismannamöppudýraþjálfun að baki. Sem snýst ekki um almannaheill. Báknið er til fyrir báknið. Embættismannakerfið er til fyrir sig.

Það að Samfylkingin hafi notað „Fagra Íslands“ hugmynd sína sem skiptimynt  fyrir ráðherrastóla eru vonbrigði vonbrigðanna því ég hélt að með þeim hluta markmiða Samfylkingarinnar væri náttúra Íslands allavega komin í höfn með að það yrði vegið og metið hverjir kostir og gallar framkvæmda væru áður en ráðist væri í þær. 

En ég sit uppi með það að mesti (að mínu mati) umhverfisglæpaflokkur Íslands, Framsóknarmannabitlingaflokkurinn hafði kannski ekki eins mikil áhrif eins og ég hélt. Flokkur sem er núna að stela auði tryggjenda Samvinnutrygginga með enn einu fiffinu sínu þar sem allir bera skertan hlut frá borði nema flokksgæðingarnir.

Þrátt fyrir helmingaskiptaregluna í öll bitastæð embætti virðist ekkert hafa breyst þó þeir séu loksins komnir úr valdastöðum sem flestir kjósendur vildu ekki hafa þá í. 

Við sitjum uppi með að vinsældalistapólitíkusar æpa Álver, álver. Jarðgöng, jarðgöng. Árni í Byko er kosinn á þing af því að hann heldur því fram að jarðgöng milli lands og eyja  á virku eldstöðvasvæði sé raunhæfur möguleiki.

Við erum með dýralækni í hlutverki fjármálaráðherra. Svo óforskammaðan að hann notar sem rökstuðning við ráðningu héraðsdómara reynslu Þorsteins Davíðssonar í nefnd sem hann hefur aldrei starfað með sem eina af rökfærslum sínum. Og finnst svo að umboðsmaður Alþingis sem starfar með atkvæðum ALLRA alþingismanna sé ekki nógu faglegur í gagnrýni sinni á auðvirðilega ógeðslega  bittlingaveitingu dýralæknisins.

Sagnfræðingurinn sem er viðskiptamálaráðherra sagðist ætla að afnema stimpilgjöld sem er ein skammarlegasta gjaldtaka stjórnvalda. Nú á að afnema stimpilgjöld á þá sem kaupa fyrstu íbúðina. En hvenær er ósagt látið. Verður sennilega korter í kosningar.

Utanríkisráðherra er erlendis þannig að hún er ekkert að þvælast fyrir  Sjálfstæðisflokknum. Urriðamálaráðherra er í stjórnarandstöðu eftir kl. 20.00 á kvöldin en þangað til er hann spenntur að virkja ef það er fyrir Yahoo og Microsoft. Er kannski með plaggið Fagra Ísland nálægt tölvunni. Hvernig er þetta með Samfylkinguna? Er nóg að fá að vera memm?

Ljótasta dæmið um hvað við Íslendingar höfum kosið yfir okkur er samt það að ný nefnd sem er að fara yfir heilbrigðiskerfið og leiðir til að spara þar er leidd af Pétri Blöndal. Raunveruleikafirrtasta frjálshyggjureiknistokks hérna megin Alpafjalla. Milton Friedman var og Hannes Hólmsteinn er með fæturnar nærri sporbaug en hann nokkurn tímann á eftir að upplifa. Nema missa sína milljarða og þingkaupið. Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir sjúkt fólk og eldri borgara.

Þessi ríkisstjórn mælist með um 70% fylgi. Hvernig á hún eftir að reynast núna þegar „útrásarvíkingarnir okkar“  og erlendir verðbréfakúrekar eru búnir að sýna fram á það að Seðlabankinn og ríkisstjórnin fara ekki með peningavöldin í landinu? Hvernig bregst ríkisstjórnin við því að heimilin eru að sligast?

Þessi ríkisstjórn bregst þannig við að hún kóar með verðbréfavíkingunum í þynnkunni og vona hið besta en ef ekki.... þá hefur hún alltaf þig til að borga brúsann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Það er talsvert til í því sem þú ert að segja en ekki margir sem þora að segja það upphátt - hvað þá skrifa það á netið.  Með kærri kveðju.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 29.3.2008 kl. 19:03

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fín grein.

Steingrímur Helgason, 29.3.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband