Fagra Ísland - ódýrari skiptimynt en íslenska flotkrónan?

Er Samfylkingin svo breimandi í samskiptum sínum við Sjálfstæðisflokkinn að LOFORÐ hennar eru orðin að ódýrri skiptimynt? Er Samfylkingin trúverðug sem stjórnmálaflokkur þegar það er talað út og suður um málefnin sem náðist ekki samstaða um við herra Haarde? Eða innan flokksins? Er Urriðamálaráðherra í sama flokki og hermálaráðherrarnir Solla og Bjössi rafbyssa? Er Gnúpverjinn að æfa að éta hattinn sinn? Heldur einhver innan ríkisstjórnarinnar í fullri alvöru að svokallaðar mótvægisaðgerðir þeirra vegna skerts kvóta virki fyrir Jón og Gunnu í byggðalögunum sem verða fyrir þessarri upplifun. Jón og Gunna verða gjaldþrota og mótvægisaðgerðirnar verða í besta falli til þess að fyrirtækin sem þau unnu hjá fara seinna á hausinn. Þetta er eins heimskulegt eins og byggja póstkerfið á bréfadúfum og gefa svo upp uppskrift af því hvernig best er að matreiða bréfadúfur.

Íslenski montbransinn var að springa með hvelli. Það ömurlega við það er að við venjulega fólkið komum til með að þurfa að borga þann brúsa. Með trilljónum í vexti. Og sum okkar koma ekki til með að ráða við þessa fjötur sem er verið að hengja á okkur í nafni útrásar og nýrrar sýnar. Það töpuðu tugir ef ekki þúsundir Íslendinga á blekkingum fyrrum forsætisráðherra og vinar hans á Decodebólunni. Sumir aleigu sinni og gott betur. Íslenska ríkið í boði Davíðs gaf þessu tekjulausa „hugsanlega“ framsækna fyrirtæki toppeinkunn með ríkisábyrgð. Þá á hana hafi ekki reynt.

Íslensk stjórnvöld hafa skitið upp á bak aftur og aftur. Björgúlfur Guðmundsson er núna loksins að ná í krafti núverandi áhrifa sinna að sýna fram á að Hafskipsgjaldþrotið var ekkert annað en pólitískt aftaka.

Það hlýtur að vera sérstaklega skemmtilegt fyrir hann í dag að hafa haldið um stjórnvölinn í eimskipskrabbanum þó ekki væri nema til að gera þessa táknmynd úrvalsdeildar elítunnar að kjánalegri skrípamynd raunverulegra viðskipta. 

En aftur að raunveruleika Jóns og Gunnu. Er enginn að biðja Samfylkinguna um skýr svör? Á hún að komast upp með að humma af sér Fagra Íslandið sitt þar til að við þurfum að kaupa mengunarkvóta frá Færeyjum? Það virðist núna vera í höndum hreppstjóra og sveitastjóra landsins hvar landinu verður misþyrmt næst af pólitískum álhausum.

Það að borga 11,9%vexti og lifa við um 8% verðbólgu er nóg til að gera fólki heitt í hamsi. En fílabeinsturn Seðlabankans og getulaus ríkisstjórn hafa ekki einu sinni dug til að afturkalla svívirðilegt eftirlaunafrumvarp sitt. Hvað þá að takast á viðmálefni Jóns og Gunnu.

Þessi ríkisstjórn fær ekki aðeins falleinkun hjá mér. Meira að segja Jóhanna Sigurðardóttir sem mér finnst eða fannst að ætti að vera teiknuð inn í félagsmálaráðuneytisteikningarnar, hljóta öll falleinkunn. Það hefur enginn Samfylkingarráðherra sýnt neitt annað en það að honum finnst vænt um að vera ráðherra.  Ekkert Fagra Ísland eða neitt annað en það að völd eru djúsí.......

Djöfull er ég feginn að ég sá í gegnum þetta FYRIR kosningar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.