afsláttur á kassa.........?

Í gær við matarinnkaupinn ákvað ég að fá mér svínarif í barbequesósu enda loksins komin aftur á normal verð í Nóatúni. 469 kr. kílóið sem er samt frekar mikið fyrir beinagrind með örlitlum kjöttætlum milli rifja. Á tilboðsspjaldinu stóð verð áður 689 pr. kg. en þegar kjötafgreiðslumaðurinn var búinn að afgreiða mig stóð kg. verðið 898 pr. kg. á pakkningunni. Ég reyndi að benda honum á misræmið milli tilboðsins, upprunalega verðsins á tilboðsspjaldinu og lokaverðsins á síðunni minni. Það var afgreitt með að afslátturinn væri á kassa. Gott og vel. Ég borgaði, fór heim og eldað fyrirtaks spareribs. Skoðaði svo kvittunina fyrir tilviljun. Beinagrindin sem ég keypti var 1,3 kg. Skv. Verðinu 489 pr. kg. hefði ég átt að borga kr. 635.- fyrir matinn en greiddi 1.167.- kr. Enginn afsláttur á kassa. Á ég að gera mér ferð í Nóatún og nöldra? Hversu margir hafa verið afgreiddir svona síðastliðna daga og lent í því sama og ég, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því?

Þetta er bara smá pæling um meðvitund neytenda og ósvífni verslana. Múrbúðin á skilið Fálkaorðuna fyrir að sýna fram á verslunarhætti MÚSKÓ þe. Mest, Húsasmiðjunnar og Bykó þó sérstaklega sem setur einhvern bullverðmiða á hlutina og býður svo 30% afslátt.

Það þarf ekki að taka það fram að Nóatún og Byko eru í eigu sömu aðila eins og Húsasmiðjan og Bónus.

Eini raunverulegi samkeppnismarkaðurinn sem hefur myndast hér er á sviði rafmagnstækja enda er verðlag á þeim orðið þolanleg.

Það að halda að verðlagning olíufyrirtækjanna, stóru matvöruverslananna, byggingarfyrirtækjanna, tryggingarfyrirtækjanna, símafyrirtækjanna og fleiri innbyrðistengdra fyrirtækja sé einhver tilviljun er kjánalegt.

Verðsamráð? Ætla ég að láta kæra mig fyrir  augljósa hluti? Er frjáls samkeppni og verðstríð milli fyrirtækja? Er Jóakim Von And til? Er íslenska ríkið orðið of lítið fyrir umheiminn? Og Jón Ásgeir og Björgólf?

Þegar greiðslubyrðin mín hefur aukist um 50.000 kr. á mánuði vegna vaxtabreytinga, það er falsað hvað svínabeinagrindin kostaði, tryggingarfélögin geta réttlætt aukin iðgjöld vegna lélegra fjárfestinga og fjárfestingarklúbbarnir vilja að almenningur sætti sig við að það kosti yfir 185 milljónir pr. starfsmann að reka batteríið er skítalykt af einhverju....... Ég fitja upp á nefið en nenni ekki að leiðrétta svínarifin. Kannski bara orðinn of samdauna þessum viðbjóði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Margt skrítið í heiminum. Líttu á nýlegt blogg hjá Gylfa sem :

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.3.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

kemur inn á þetta sem þú nefnir :

Jóhannes í Bónus er glæpamaður

Sem kaupmaður hef ég alltaf séð Jóhannes í Bónus fyrir mér sem glæpamann og lýðskrumara af verstu tegund.  Vinsældir hans eru mér ráðgáta en kaupmannsbrögðin voru einföld en áhrifarík með fulltingi fjölmiðla sem kallinn spilaði á eins og fiðlu.

Eftir að Bónusdrengirnir eignuðust Hagkaup og 10-11 þá keyrðu þeir upp álagninguna beggja megin en létu Bónus halda sama verðmun gagnvart Hagkaup.  Í skjóli þríeykisins léku þeir á máttlaus neytendasamtök sem gerðu ekkert annað en að horfa á verðmuninn á milli Hagkaups og Bónuss en gleymdu heildarmyndinni sem er sú að öllum markaðnum var lyft í álagningu.

Hagkaup hefur alltaf verið ákveðin viðmiðun fyrir aðra kaupmenn í t.d. leikföngum og fatnaði en þar er hið sama uppá teningnum eða of hátt verð á íslandi vegna markaðsstyrks Baugs.  Okurstarfsemin nær líka til smærri kaupmanna sem eðlilega fagna hærri álagningu miðað við Hagkaupsverðin.  Menn verða að gera sér grein fyrir því að smærri aðlilar miða sig alltaf við hina stóru og ef þeir hækka þá fylgir halarófan á eftir.

Þegar ég starfaði við matvæladreifingu fyrir 150 Reykvíska heildsala í gegnum norðlenska umboðsverslun þá sá maður vel hvernig álagningarlandið liggur.  Einn álagningaflokkurinn var kallaður bensínstöðvaálagning en þær lögðu feitast á, rétt eins og apótekin.  Nú er svo komið að 10-11 er með hærri álagningu en nokkuð annað verslunarfyrirtæki með matvöru og hækkunin hjá Hagkaup er augljós öllum sem við verslun starfa.  Nóatún hækkaði sig líka því þeir eru eðlilega bornir saman við Hagkaup.  Þetta er neytendablekkingin í hnotskurn.

Svo hampa þessi fyrirtæki þessum svokölluðu lágvöruverslunum sem eru í raun að keyra nokkuð nærri gömlu Hagkaupsverðunum áður en glæpamennirnir sölsuðu hina fornfrægu neytendastoð undir sig.

Siðferðisleg og samfélagsleg ábyrgð Baugs og Kaupáss er gríðarleg en því miður standa þeir ekki undir henni.  Jóhannes í Bónus er  viðskiptalegur stórglæpamaður sem hefur kostað neytendur meira en hann gaf þeim á meðan Bónus var lágvöruverslun.  Um leið er þetta maður sem hefur notað kjötfarsgróða til að vega að sitjandi ráðherra í ríkisstjórn íslands.  Ég sé Jóhannes fyrir mér sem frekar viðskiptasiðblindan frekjuhund á meðan hluti neytenda dýrkar hann vegna þess að á íslandi eru ekki starfandi alvöru neytendasamtök sem verja fólk gegn markaðsblekkingum.

Oft dettur mér í hug að Neytendasamtökunum sé á einhvern hátt mútað af Baug því þau veita Jóa hin svokölluðu neytendaverlaun fyrir að vera ódýrari á kassa 1 en kassa 2.

Eru íslenskir neytendur bara auðblekktir fávitar upp til hópa sem eiga hreinlega skilið að láta viðskiptasiðblinda auðhringi ræna sig með bros á vör því blaðið sem þeir gefa út prentar hentugan sannleika og kyndir undir sölubatteríunum eftir pöntun.

Ég hafna þessu ástandi en það er merkilegt að Davíð Oddsson sé eini stjórnmálamaðurinn sem hafi haft dug til að segja eitthvað bítandi.  Hinir þora ekki í Baug virðist vera.

Gylfi Gylfason

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.3.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Bumba

Mikið er ég sammála þér Ævar. Er margoft búinn að reka mig á þetta, ekki bara í Nóatúni heldur annarsstaðar líka. Nettó er skást, og já, þetta gerist aldrei í Fjarðarkaupum. Er bara svo sjaldan þar í nágrenninu þannig að ég fer þangað alltof sjaldan.

En nú er ég búinn að gefast upp. Á 4 árum hefur greiðsluþjónustan mín hækkað um 167þúsund krónur þannig að nú er ég að komast á vonarvöl. Þannig að húsið er komið á sölu og ég ætla að flytja erlendis aftur. Er kominn af léttasta skeiði og þarf að minnka vinnu. Ef ég held áfram að vera hérna þá þarf ég að auka vinnuna verulega til þess að halda þessu saman. Svo ég hunzkat bara í burtu með skottið á milli lappanna liggur mér við að segja. Er ekki þessi ofurmaður að ég geti endalaust kennt 200% og rúmlega það. Er að kenna í hel. Þvílíkt kaup. Með beztu kveðju.

Bumba, 13.3.2008 kl. 23:41

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ein þörf færsla.

Steingrímur Helgason, 14.3.2008 kl. 00:42

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Siðferði hefur hnignað mikið á sl. áratug sérstaklega. Gef ekki mikið í þetta eftir önur eins árferði. Lygar, svindl, þjófnaðir og sýndarmennskan þjóna sjálfsdýrkunarmammon á sjúku stigi. Mér líst illa á hvert stefnir.

Ólafur Þórðarson, 6.4.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband