Sjálfsæðismenn?

Ég lenti í því fyrir mörgum árum síðan að vera að vinna grein eða auglýsingu um sjálfstæðisflokkinn í Vestmannaeyjum og skrifaði greinina þannig að á einum stað var þetta Sjálfsæðisflokkurinn. Ég tek það fram að ég skrifaði þetta á blýsetningarvél. Löngu fyrir tíma tölvunnar. Það sem þú skrifaðir var steypt í blý og prentað. Þar sem ég var álitin vel vinstri sinnaður var þessu tekið eins og um viljandi "prentvillu“ væri að ræða.

En ég ætla að spá hér og get veðjað miklu um þetta. Villi viðutan á að vera sætur næstu mánuði, verður síðan gerður að sérstökum ráðunaut hjá sambandi sunnlenskra sveitafélaga, einskonar sendiherra gagnvart Færeyjum og Grænlandi með Árna Johnssen sem sérlegan ráðunaut og hverfur af stjórnmálasviðinu af því að hann hefur svo mikið að gera við að láta grænlendinga sætta sig við að klamedýa sé landlæg. Síðar verður hann gerður að sérlegum ráðunaut Færeyinga í sveitarstjórnarmálum alveg eins og þegar Halldór Ásgrímsson sem enginn nennir að muna eftir var skipaður formaður í aumri samnorrænni ráðuneytisnefnd sem meira að segja svíar muna ekki hvað heitir. Né hver borgar nefndinni fyrir að vera til. En það er euro eitthvað og höfundur mesta þjófnaðar Íslandssögunnar er kátur með starfið.

Enn á ný látum við þjösnast á  samvisku okkar enda upptekin við leiðarljós og Greyið anatomí. Þjóðin er heimsk. Ekki eins heimsk eins og sú ameríska en fer alltaf nær og nær. Og við því er ekkert að gera. Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ussumsuss, verður sífellt heimskari..

Gaman að sjá skrifin þín aftur..

Steingrímur Helgason, 12.2.2008 kl. 01:20

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ævar, mér þykir þú nokkuð raunsær, þetta er bara hreinasti sannleikur á köflum. Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.2.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.