Þetta helvítis útlendingapakk!

Í Morgunblaðinu í dag eru greinar eftir tvær konur, aðra frá Litháen, hina frá Póllandi þar sem þær vekja athygli á auknum fordómum Íslendinga í garð sinna þjóða. Sú frá Litháen segir ma. í sinni grein að hún geti ekki og eigi ekki að bera ábyrgð á öllum samlöndum sínum hérlendis. Að bróðir hennar fái ekki leigt þegar hvaðan hann kemur upplýsist, sé ekki í lagi. Þær velta báðar fyrir sér hvort að það að Íslendingur fremji ofbeldisverk eða þjófnað sé þá á ábyrgð Íslendinga eins og virðist vera orðið samasem merki hjá þeim. Ef einn pólverji fremji glæp séu pólverjar pakk.

Ég stóð mig að svona fordómum í dag. Eftir að hafa heyrt fullt af sögum af þjófnuðum pólskra smiða á vinnustöðum án þess að hafa neinar sannanir eða orðið vitni af því en ég hef unnið aðeins með pólskum smiðum, lenti ég í því að partur af því sem ég hafði verið að vinna við hvarf. Ekki merkilegt eða verðmætt en ég hafði eytt töluverðum tíma í að gera þetta. Einu mögulegu sökudólgarnir voru þeir sem þrifu og Pólverjarnir sem voru að flísaleggja þarna. Eftir að Íslendingarnir voru búnir að sverja af sér alla aðild hjólaði ég í Pólverjana. Ég talaði íslensku og fékk svar á pólsku. Alveg foxillur bölvaði ég og ragnaði og Pólverjarnir voru efstir á skrá yfir grunaða.

Ég hef orðið vitni að 2 þýskum smiðum sem eyddu 3 og hálfum degi í það sem okkur finnst vera dagsverk fyrir einn. Pólverjarnir sem ég hef haft kynni af eru vel metnir af yfirmanni þeirra sem borgar þeim hálf laun íslensks starfsmann (en löglegan taxta) en þeir á sama tíma eru að taka inn pólsk mánaðarlaun sín á einum degi.  Í dag er skortur á verkamönnum í Póllandi. Getur verið að það séu "smiðirnir" á Íslandi. Já, en það eru líka mjög margir íslenskir "smiðir" á markaðnum sem ættu ekki að fá að koma nálægt smíði.

Megur málsins er sá að þegar eintaklingur "af erlendu bergi brotinn" er nappaður fyrir eitthvað fer fréttamennska sem ýtir undir rasisma af stað. Erlendir fíkniefnasalar og vændisklúbbar hafa öðlast fótfestu hér og fyrir löngu. Hvort það sé rússneska mafían eða sú lithúáeska eða færeyskt útibú Hells angels skiptir mig engu máli. Íslendingar voru varaðir við að fara ekki sömu leiðir og hinar Norðurlandaþjóðirnar en eru enn að humma fram af sér hvernig á að koma fram við útlendinga.

Heimska stjórnmálamanna liggur í því að það eru þúsundir útlendinga hér sem hafa lært íslensku og aðlagast íslensku samfélagi og geta leiðbeint ráðamönnum með hvað sé mest aðkallandi til að hjálpa innflytjendum að aðlagast. En nei hér eru skipaðar þverpólitískar nefndir með félagsráðgjöfum, sálfræðingum og fulltrúum flokkanna. Hér á blogginu eru nokkrir (of fáir) fulltrúar innflytjenda. Innan stjórnmálanna enn færri. En það er mjög auðvelt að nálgast innflytjendur og skoðanir þeirra og væntingar.

Já ég stend mig að rasisma og fordómum og fáfræði sem er ein mesta ógn mannkynsins. Það getur vel verið að pólverjinn sem ég var að spyrja um týndu smíðina mína hafi sagt mér að hoppa upp í görnina á mér, hann hefði ekki tíma til að hjálpa Íslendingum sem skilja ekki pólsku og væri á eftir áætlun í því sem hann væri að gera. Hann getur líka hafa sagt að hann gæti bara ekki hjálpað mér enda skyldi hann ekki þetta hrognamál mitt.  En helvítis Pólverjinn var örugglega sekur. Það sljákkaði ekki í mér fyrr en ég heyrði að umræddur verknaður myndi felast bak við skáp! Þetta er lítið og saklaust dæmi um fordóma. Eða kannski ekki svo saklaust. Hvað gerist ef það verður atvinnuleysi í einhverri stétt sem útlendingar eru áberandi í?

 Ég er bara einn af þúsundum Íslendinga sem glíma við fordóma, fávisku, ólíka menningarbakgrunna og það að skilningsleysi milli manna geti skapað vandamál. Ég er rasisti útaf sögusögnum, reynslu og fáfræði. Hversu margir eru eins og ég veit ég ekki en ég hef miklu meiri áhyggjur af þeim sem hafa allar sínar upplýsingar frá fjölmiðlum. Vegna þess að þeir ýta undir rasisma.

Það hafa margir stjórnmálaleiðtogar um allan heim slegið sig til riddara í gegn um söguna með því að gera útlendinga að rót vandans. Ef að íslenskir stjórnmálamenn fara ekki að draga höfuðið upp úr holunni lendum við kannski í því að eignast okkar eigin litla Le Pen eða Adolf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það er ekki rasismi að vera raunsær og hlusta á staðreyndir. Það er líka hættulegt að stinga hausnum í sandinn, ..fyrir utan hvað það er assk kæfandi.

Hér fer fram hliðstæð umræða: http://jp.blog.is/blog/jp/entry/350430/ 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.11.2007 kl. 23:55

2 identicon

Sammála þér Ævar. Ég hef líka haft mína fordóma. Fólk er yfir höfuð heimskt og finnst allt í lagi að setja alla útlendinga (nokkur þús. hér á landi) undir sama hattinn. Þeir sem brjóta af sér eiga ekkert gott skilið. Hinir eiga skilið lágmarks virðingu og kannski jákvætt umtal öðru hvoru. Hættum að blekkja okkur á því að Ísland hafi verið einhver Útópía áður en "útlenda innrásin"  byrjaði! 

Hans Magnússon (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.