Meistarinn með magnaða tónleika!

Tónleikar Megasar í gær voru einhverjir skemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á. Karlinn var í þrumustuði og bandið á bak vi250px-Megas_LMB1ð hann heitir sannarlega réttu nafni. Þeir stálu senunni gersamlega vegna þess að maður var svo meðvitaður um hvað þeir allir skiptu miklu máli þó að Guðmundur Pétursson hafi kannski verið fremstur meðal jafningja enda virkaði hann á mig eins og hljómsveitarstjórinn. Lóa Lóa var eitthvað flottasta grúv sem ég hef heyrt lengi. Ef Samúel J. og blásarafélagar hefðu verið með hefði það fullkomnað þetta. Ekki það að ég sé að kvarta. Kallinn og hljómsveitin voru frábær! Hef upplifaðþað að vinna aðeins með honum við útgáfuna á Megasukkdisknum hús datt! og veit hvað hann er vandvirkur við textagerðina þó að skýrleiki í flutningi sé ekki hans sterka hlið. En þá er bara allt í lagi að þekkja textana. FRÁBÆRT KVÖLD!

Ég hef ekki séð hann á tónleikum síðan á drög að sjálfsmorði í Menntaskólanum við Hamrahlíð þá 16 ára en mikið djö.... voru það magnaðir tónleikar.

Svo eru meira að segja framleiddir gítarar í höfuðið á honum! Fulldýrir fyrir mig en eftir þessa tónleika ætti hann að skoða þá.... 

http://megasguitars.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Megas virðist vera í óvenju góðu stuði þessa dagana.  Hljómsveitin hans virkar einnig svo vel með honum.  Ég heyrði í útvarpinu hljómleika hans á Vopnafirði um daginn.  Einnig hlustaði ég á hann á Menningarnótt.  Hvorutveggja alveg dásamlegir hljómleikar. 

Jens Guð, 14.10.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband