Okurveita Reykjavíkur og guðfaðir Glanna glæps.....

Fyrir 2 árum síðan við þær aðstæður að sumarhitar voru hér miklir tilkynnti Alfreð Þorsteinsson þá valdamesti maður borgarinnar og stjórnarformaður Okurveitu Reykjavíkur um nauðsynlega hækkun gjaldskrár Okurveitunnar. Ástæða uppgefin var minnkandi notkun! Í flestum löndum þar sem lýðræði ríkir  og siðspilling á undir högg að sækja hefði þessarri hækkun verið mótmælt kröftuglega að neytendum. En nei, ekki hér.

Það var bara borgað möglunarlaust um leið og flugmóðuskip og minnisvarði Alfreðs , nýju bækistöðvar OR fór einhvern milljarð fram úr fjárhagsáætlunum en var á sama tíma engan veginn ástæðan fyrir hækkununum.

Núna rúmlega 2 árum seinna á Okurveitan rúmlega 4 milljarða sem þeir geta gefið ófeðruðu afkvæmi sínu REI  í vasapening ásamt 10 milljarða króna meðlagi sem felst í kunnáttu og reynslu sem Okurveitan hefur öðlast við að þjónusta EIGENDUR OKURVEITUNNAR. En eigendurnir eiga þessa reynslu og kunnáttu ekki heldur erlendur banki og fjárfestar.

Og hækkunin fyrir rúmum 2 árum síðan var greinilega til að safna í sparibaukinn fyrir góðvinina.

Það að vita að Alfreð Þorsteinsson er en með spottana í höndum sér þó brúðan heiti Björn Ingi og 6,3% fylgi sé enn nóg til að vera valdamesti maður borgarinnar er vægast sagt óhugnalegt.  

Ef að nýr meirihluti ætlar að kóa með þessu spillingar- og kjötkatlabæli sem Framsókn er og sópa undir teppi gagnrýni á bittlingapólitík þeirra opinbera Svandís, Dagur og Margrét  það að draumurinn um stjórnartaumana ristir dýpra en hugsjónir og hugmyndirnar sem þau standa fyrir.

Ef svo verður  getur maður alveg eins greitt framsókn atkvæði sitt.

Þesi mynd hefur gengið um netheima og ég get ekki stillt mig um að koma henni að. Finnst samt að myndin ætti að breytast úr Birni Inga í Alfreð. (Smelltu á myndina og svo aftur). image001


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég veit ekki ennþá hvaða afstöðu ég á að taka til atburða síðasta sólarhrings.  Ég er í Frjálslynda flokknum og staða okkar er skrítin.  Borgarfulltrúi okkar hefur sagt sig úr flokknum en starfar samt undir okkar merki.  En er samt varaformaður annars flokks,  Íslandshreyfingarinnar.

  Álit mitt á Framsóknarflokknum og fulltrúum hans er undir frostmarki.  Út af fyrir sig er ég ánægður með að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki í meirihluta í borginni.  Ég dáðist að framgöngu Svandísar í REI málinu.  Ég átta mig ekki á hvernig hún tæklar framhaldið í nýjum meirihluta með Birni Inga og það sem hann stendur fyrir. Svandís er bráðgáfuð og skelegg og finnur vonandi lendingu sem veldur ekki vonbrigðum.  

Jens Guð, 12.10.2007 kl. 21:22

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já....óvissutímar, en möguleikar...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.10.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.