18.8.2007 | 14:30
en fólk getur leitað skjóls í trjám..........
Ég bara varð! Var að lesa endurskoðaða skýrslu Landsvirkjunar um áhættuna varðandi stíflurof Kárahnjúkavirkjunar. Þar rakst ég á þessa stórkostlegu setningu og fattaði af hverju mér hefur alltaf fundist eins og forráðamenn Landsvirkjunar hljóti að búa á annarri plánetu en ég. Setningin endar svona: en fólk getur leitað skjóls í trjám! Túristar sem koma hingað segja að þeim finnist svo skrítið að sjá engin tré á Íslandi. Þeir ættu að fara á Kárahnjúka og sjá skóginn þar!
Úr endurskoðuðu áhættumati Landsvirkjunar vegna Kárahnjúka:
"Ennfremur sýna skráningar á ástæðum dauðsfalla vegna flóða að flestir þeir sem drukkna í flóðum deyja ekki af því að þeir hafi ekki fengið viðvörun, heldur vegna þess að þeir eru að aka um flóðasvæði á yfirflotnum vegum eða brúm, eða haga sér á annan hátt óskynsamlega. Þau mörk má útvíkka vegna stærðar flóða og hæðar Kárahnjúkastíflu (Graham, Wayne J., 1999) og því eru allir taldir með sem staddir eru á svæðinu frá stíflu til strandar við Héraðsflóða (120 km).
Flokkunin á þunga flóðs eftir stærð DV og eyðileggingarmætti hans er eftirfarandi:
Lítill: Byggingar eru umflotnar, en standa af sér flóðið. Dýpt < 3 m, DV < 4,6 m2/s. Engar byggingar skemmast.
Meðal: Heimili og fyrirtæki eyðilögð. Húsþök tímabundinn dvalarstaður fólks. Dýpt > 3 m, DV > 4,6 m2/s. Byggingar skemmast, en fólk getur leitað skjóls í trjám.
Mikill: Flóðasvæðið gjöreyðilagt, byggingum sópað burtu, lítið sem ekkert eftir þegar flóðið sjatnar. Mikið dýpi. Skyndiflóð (á sekúndum, frekar en mínútum eða klukkustundum).
Við útreikninga á afleiðingum mikils flóðþunga (20% eða meira af umflotnum heimilum
eyðileggst) má styðjast við eftirfarandi líkingu DeKay og McClelland (Graham, Wayne J.,
1999):
Líklegur fjöldi dauðsfalla (LOL) = PAR x 1/(1 + 13,277 (PAR 0,440) e(2,982wt 3,790))
Fyrir lítinn/meðal flóðþunga (minna en 20% af umflotnum heimilum eyðileggjast eða eru illa
skemmd) er stuðst við:
Líklegur fjöldi dauðsfalla (LOL) = PAR x 1/(1 + 13,277 (PAR0,440) e(0,759wt) )"
(Veit einhver hvað þetta þýðir?????)
"Við útreikninga er í öllum tilvikum gert ráð fyrir mesta flóðþunga.
Takmarkanir reiknilíkansins felur í sér að það er byggðt ákveðnum reynslutölum af raunverulegum stíflurofum og nær því ekki yfir öll tilvik eða allar gerðir stíflna. Flestar stíflur í líkani DeKay og McLelland eru lægri en 15 m (7 af 29 eru hærri), engin stíflna í gagnasettinu rofnaði vegna jarðskjálfta, um fleiri jarðvegsstíflur var að ræða en steyptar stíflur og því er mögulegt að líkanið eigi ekki við stíflur af öðrum gerðum en koma fram í líkaninu. Einnig eru fáar stíflur sem ollu mjög alvarlegum flóðum, hvort sem viðvörun var gefin út eða ekki. Líkanið virðist einnig vanmeta dánarlíkur fólks sem býr mjög nálægt stíflunni. Því voru dánarlíkur fólks í flóði vegna stíflurofs einnig metnar með,,flood severity based method.
Aðferðafræði ,,flood severity based method gerir ráð fyrir eftirfarandi mati á dánarlíkum.
Tafla V6.1 Ráðlagt mat á líkum á dauðsföllum vegna stíflurofs (Graham, Wayne J., 1999
Tafla V6.2 Ástæður þess að fólk hlýðir ekki rýmingu vegna yfirvofandi hamfara (Graham,
Wayne J., 2006)
Engin viðvörun var gefin út.
Engin tilskipun um rýmingu var gefin út.
Misvísandi upplýsingar um þörf á rýmingu.
Fólki finnst engin hætta á ferðum.
Hafa fengið sambærilegar viðvaranir áður og ekkert gerðist.
Nágrannarnir rýmdu ekki.
Í engin hús að venda, ættingjar búa fjarri.
Þrjóska.
Þurftu að hugsa um búsmalann.
Gátu ekki farið úr vinnunni.
Hræðsla við rán.
Gátu ekki yfirgefið heimahaga.
Biðu of lengi þar til rýmingarleiðir urðu ófærar.
Reyndu að rýma, en lentu í umferðarteppu og snéru aftur heim.
Við mat á mögulegum dauðsföllum LOL af völdum stíflurofs við Kárahnjúka er stuðst annars
vegar við jöfnur McClelland og DeKay og hins vegar við ,,flood severity based method (Graham, Wayne J., 1999) með síðari viðbótum og niðurstöður bornar saman.
Lagt var mat á fjárhagslegt tjón af völdum flóðs vegna stíflurofs við Kárahnjúkavirkjun. Metnar voru fjárhagslegar afleiðingar stíflurofs og flóða fyrir Landsvirkjun með tilliti til skemmda á mannvirkjum, hreinsunar eftir stíflurof, tjóns vegna stöðvunar rafmagnsframleiðslu og mögulegra skaðabóta.
Stíflurof
Endurbygging stíflna
Tafla V7.1 Kostnaður við endurbyggingu stíflnanna
Kostnaður við endurbyggingu [Mkr.]
Kárahnjúkastífla 18.000
Desjarárstífla 2.600
Sauðárdalsstífla 1.600
Kelduárstífla 840
Ufsarstífla 1.700
Tjón vegna stöðvunar rafmagnsframleiðslu
Stöðvun eða veruleg minnkun raforkuframleiðslu virkjunarinnar myndi stöðva álframleiðsluna hjá Alcoa Fjarðaál með stórfelldum afleiðingum fyrir atvinnu- og efnahagslíf svæðisins og svo
efnahag þjóðarinnar í heild. Tekjutap yrði mikið vegna minnkaðs útflutnings áls, auk annarra áhrifa svo sem atvinnumissis fjölda fólks.
Ef Hálslónið tæmdist vegna stíflurofs yrði aðeins eftir lítill hluti tryggðrar orku og myndi það þýða stöðvun álvers Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði meðan á viðgerð stíflunnar stæði. Þó væri mögulegt að halda hluta af álverinu gangandi á sumrin vegna sumarrennslis. Ef Ufsarstíflan gæfi sig hins vegar, yrði enn um stærsti hluti orkunnar eftir. Rof annarra stíflna hefði tiltölulega lítil áhrif.
Tjón á ræktuðu landi, bústofni og vélaeign
Áætlað var fjöldi hektara af ræktuðu landi sem mundi fara í kaf við rof stíflnana við Hálslón.
Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins er meðalverð á ræktuðu landi um 50.000 kr./ha."
(Það held ég að sumarhúsaeigendur kætist við að vita að land sé svona ódýrt - þeir borga allt að 2 milljónir fyrir óræktaðan hektara!)
"Bústofn og vélaeign bæja var áætluð af Þór Þorbergssyni sem er landbúnaðarsérfræðingur hjá
Landsvirkjun og þekkir til staðarhátta.
Bústofn var metinn á skattmatsverði ríkisskattstjóra fyrir tekjuárið 2005, þ.e. 5.400 kr. fyrir ær,
55.000 kr. fyrir hross og 69.000 kr. fyrir nautgripi.
Tafla V7.4 Tjón á ræktuðu landi, bústofni og vélaeign
Verðmat
ræktaðs lands [Mkr.] Verðmat bústofns [Mkr.] Verðmat vélaeignar [Mkr.]
Rof flóðvars Hálslóns 20 50 180
Innanrof Kárahnjúkastíflu 50 70 250
Innanrof Desjarárstíflu 40 10 60
Innanrof Sauðárdalsstíflu 30 20 90
Rof Kelduársstíflu 20 0 5
Rof Ufsarstíflu 20 5 20"
(Þeir sleppa því í skýrslunni að verðmerkja bændalufsurnar sem drepast en bera saman áhættu breta við að lenda í bílslysi, íslendings að lenda í snjóflóði og hollendings að lenda í stíflurofi varnargarðs. Taka síðan inn í þetta áhættuna af sígarettureykingum og krabbameini ásamt áhættunni af því að vera sjómaður.)
"Í ofangreindu riti eru engar upplýsingar um grjótfyllingarstíflur með steyptri kápu. Ekki kemur
heldur fram um hvernig kjarna er að ræða í jarð- eða grjótfyllingarstíflum."
(Þetta er ein af heimildunum sem LV notar um áhættuna af Kárahnjúkavirkjun! Tölur um öðruvísi virkjanir!)
"Nýlega hafa borist fregnir um að sprungur hafi myndast í steypukápu á stíflum af sömu gerð og
Kárahnjúkastífla. Þá er um að ræða álíka háar stíflur, auk þess sem þær eiga það sameiginlegt
að vera í tiltölulega þröngu gljúfri. Orsakir þessara sprungna eru taldar vera þær að hreyfingar á
stíflufyllingunum sem koma að mestu fram sem sig á byggingartímanum og að hluta þegar fyllt
hefur verið í lónið, verði til þess að steypukápan fylgi á eftir og við það geti myndast of mikið
álag sem steypan þolir ekki og bresti. Þar getur ýmist verið um að ræða að steypan bresti vegna
of mikillar samþjöppunar (þrýstispennur) eða að hún rifni í sundur sökum þess að togspennur
verði of háar.
Afleiðingar af þessum sprungum hafa verið aukinn leki án þess að fyllingar í stíflunum hafi
haggast eða efni hafi skolast út, enda eru þær alltaf gerðar þannig að síukröfur eru uppfylltar og
þær nægilega fínefnaríkar til þess að lekinn verði viðráðanlegur, enda þótt steypukápan rofni.
Stíflurnar bresta ekki jafnvel þótt verulegar sprungur komi í þéttikápuna.
Þessi skýrsla er byggð á tiltölulega takmörkuðum upplýsingum. Því ætti að leggja áherslu á frekari athuganir á þeim atriðum sem skýrslan fjallar um. Jafnframt að kanna svörun hinna ýmsu mannvirkja við áraun frá jarðhræringum, og vöktun og rannsóknir til að skilja betur eðli jarðskorpuhreyfinga og höggunar í nærliggjandi eldstöðvakerfum. Virkni á víðáttumiklu svæði á norðanverðu landinu kann að valda vá á Kárahnjúkasvæðinu."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst nú afar skiljanlegt að snillingar sem semja svona skýrslu og gera hana að opinberu plaggi séu ennþá dálitíð með hugann uppi í trjánum!
Árni Gunnarsson, 18.8.2007 kl. 20:53
Atarna kom nú ein góð ástæða til að gróðursetja eins & eitt greni!
S
Steingrímur Helgason, 19.8.2007 kl. 02:46
Ég hef nú farið um þetta svæði og hvergi séð jafn mikinn skóg og á Héraði. Var það ekki það svæði sem þessi skýrsla fjallaði um. Eða var það hærra uppi á hálendinu. Ég hef séð víðiteinunga í 1100 m hæð í Kollóttudyngju.
Ég segi nú eins og eignað er Guðna Ágústsini: Þar sem koma saman tveir víðiteinungar þar er skógur!
Brynjar Hólm Bjarnason, 19.8.2007 kl. 13:48
Gott að vita af trjánum!
Valgerður Halldórsdóttir, 19.8.2007 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.