27.7.2007 | 19:04
Þetta helv... klukk!
Brynjar Hólm Bjarnason og Baldur R. hafa klukkað mig! Það er hallærislegt að vera bara fúll á móti og mótmæla þannig að ég ætla að svara klukkinu. En að ég fari að draga 8 í viðbót inn í þessa dellu er ekki inni í myndinni. En ég skal svara:
1. Ég er kominn af fólki úr Kolbeinsstaðarhrepp, Ísafirði, Hofsós og Þistilfirði. Segist vera frá Hofsós í Skagafirði og er fæddur á Króknum þó að uppeldið sé að mestu úr Reykjavík og Vestmannaeyjum.
2. Er bóka- og tónlistarunnandi. Elska matreiðslu (þessa dagana indverska og ítalska), áhugasmiður eða "gervismiður" eins og það hét í einum launaflokki hjá kananum.
3. Kann þokkalega að spila á trommur en er bassaleikari í hljómsveit og ekki svo góður. Hljómsveitin æfir og spilar 2x á ári þessi 10-12 lög sem við kunnum hluta af!
4. Er orðinn hatrammur andstæðingur frekari stóriðju og virkjana eftir að hafa kynnt mér þessi mál betur. Fyrir 14 árum síðan hefðu allir sem þekkja mig hlegið af mér í einhverju grænu samhengi. Ég hefði bara viljað malbika yfir draslið. Er í dag náttúruunnandi og með græna spaða, rækta skóg og fjölærar plöntur.
5. Fyrsta tölvan sem ég vann á var um 300 kg. að þyngd og gögnin skráð á gatastrimil. (Vá hvað ég er gamall!!) Hannaði prentgripi á Mackintosh+ sem var með 512k minni og 2 diskadrif 1986. Þá talaði Steve Jobs um að það yrði ekki þörf fyrir stærri vinnsluminni!
6. Er sennilega yngsti maður á Íslandi sem hefur byrjað að læra blýhandsetningu þó að blýsetning væri verra í praktsís en söðulsmíði. Lærði offsetprentun og hef unnið við grafíska hönnun og markaðsmál sl. 11 ár en vinn núna við smíðar.
7. Metallica, Creed, Live, Clash, Rem, U2, Boomtown Rats, Jethro Tull, Deed Purple, Led Zeppelin, Uriah Heep, Zappa, Lucinda Williams, Tracy Chapman, Eagles, Pink Floyd, Primal Scream, Stone Roses, Echo and the Bunnymen, The Smiths, The Cure, þetta eru allt áhrifavaldar en það eru bara 2 stórar hljómsveitir sem standa enn upp úr Rem og U2. Ekki endilega uppáhaldshljómsveitirnar en þær öflugustu í mínum huga. Og mér finnst skemmtilegast að spila funkfusionskotna tónlist en leiðinlegast að hlusta á það!
8 Ég öfunda alla þá sem hafa fundið sín trúarbrögð. Þetta er ekki að gera sig fyrir mig.
Læt fylgja með myndband af 2 bestu hljómsveitum samtímans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Facebook
Athugasemdir
Þakka kynninguna. Skal aldrei gera þetta aftur .
Kv.
Brynjar H. Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason, 29.7.2007 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.