24 mínútur til að skilja hvað er í gangi...........

Það virkar á dauðþreytt fólk í tímahraki sem allt of mikill tími en í þessu tilfelli er ég bara að biðja um að horft sé á myndband. Sleppa löggu- eða lögfræðingasápunni og sitja aðeins yfir þessu myndbandi frá vinum Íslands.

Það er nefnilega staðreynd að landið okkar er í alvarlegri hættu vegna sleykjuháttar ráðamanna við erlend risafyrirtæki og sum hver illa þokkuð um allan heim. Börnin okkar og barnabörn eiga eftir að spyrja okkur: Af hverju stoppuðu þið þetta ekki?  Hverju svörum við?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Ég vona nú frekar að börnin mín segi "nei sko mÖmmmmU"   Myndbandið var sláandi - og er með ólíkindum virðingaleysa þeirra sem "fá að tjá sig" í myndbandinu gagnvart náttúrunni.  Það sem mér finnst einnig alveg skelfilegt að stjórnmálamenn hér í Hafnarfirði telji það smekksatriði að fylgja niðurstöðum lýðræðislegra kosninga  

Valgerður Halldórsdóttir, 17.7.2007 kl. 18:43

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk fyrir Ævar að benda á myndbandið, alltaf jafn magnað... var búin að steingleyma að við settum þetta inn á vef Íslandsvina... mann setur bara hljóðan, þessi náttúra svo stórbrotin og einstök... ástæða til að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að færða almenning um þær fórnir sem framundan eru...

Birgitta Jónsdóttir, 17.7.2007 kl. 19:50

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Annars eru þau hjónakorn Helena og Arnar sem gerðu þessa mynd að vinna að kvikmynd í fullri lengd um þessi mál... hlakka mikið til að sjá hana... merkilegt hvernig fólk sér hlutina á mismunandi hátt.. ég sé Ísland eins og þau... sumir sjá bara ekkert sérstakt... bara möguleika á að virkja,, græða, beisla...

Birgitta Jónsdóttir, 17.7.2007 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.