Græna blekkingin - samviskuhöfðun mengunarvaldans!

 Ég fór inn á Kolviður.is og reiknaði út hversu mörg tré ég þyrfti að setja niður til að kolefnisjafna bílgarminn. 64 tré! Ég er í góðum málum þar sem frúin (og ég) höfum gróðursett yfir 1000 plöntur við bústaðinn okkar. Og það sem meira er þær eru orðnar hátt í 15 ára gamlar og aspirnar td. yfir 8 metra tré. Lerkið, birkið, fjallafuran og grenitrén auk gljávíðirsins sóma sér líka vel þarna. Raunar eigum við lítinn skóg hjá okkur.  Þannig að við vitum að kolefnisjöfnuður okkar er í plús. Þar til að við hugsum til allra áranna á undan þar sem enginn hugsaði um kolefnisjöfnun!

Kolefnisjöfnunin er nefnilega bara markaðssetning þar sem neytendur eru "samviskuhöfðaðir" (elska þetta orðskrípi), til að  taka þátt í "baráttu" bílaumboðs gegn losun gróðurhúsalofttegunda.

Þetta er svo lélegt fyrir það fyrsta að þá felst þetta í því að þeir ætla að gróðursetja 50-70  ársgamla græðlinga (bakkaplöntur) og kolefnisjafna þannig eitt ár fyrir stolta bíleigandann!

Líftími bíls er þetta 7-10 ár. Þegar bíllinn sem er keyptur núna og "kolefnisjafnaður" í eitt ár eru minnst 15 ár í að þessi tré fara að uppfylla skyldur sínar. Þannig að bíllinn verður búinn að vera á haugunum í 5-8 ár. Svo veit ég ekki alveg með þetta eina ár....... á að rífa trén upp aftur? 

 

 Svo er hér athyglisverð grein frá Stefáni Jóni Hafstein: Kaupum regnskóg!

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband