Örvitar við stjórnvölinn?

Hlustandi á kínversku hljómsveitina Solar og Baaba Maal frá vestur afríku á Live Earth þessa mínútuna get ég ekki annað en hugsað til baka til þess að okkur stóð til boða að vera ein þessara þjóða sem hýstu tónleikana. Ísland með Ástralíu, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Kína, Japan, Brasilía og Suður-Afríka. Ísland af öllum löndum! Og fyrrverandi ríkisstjórn gat ekki séð af 15 milljónum! Eða bjó annað að baki? Vildu þeir ekki vekja athygli á náttúrunauðgun sinni sem þeir hafa samt alltaf markaðssett þannig að komi í veg fyrir mengun út í heimi.

Hversu mikla athygli hefði litla skerið ekki fengið með þessum tónleikum? Hversu mörgum milljörðum í auglýsingar og markaðssetningu á Íslandi sem ferðamannalandi hefðum við ekki getað sparað okkur með því að vera á þessarri stundu með tónleika til  stuðnings náttúrunni og jörðinni með hundruðir milljóna áhorfenda. Kínverjar taka þátt þrátt fyrir að vera gagnrýndir fyrir subbulega umhverfisvitund og mannréttindabrot. Eru glæpir okkar verri?

Kannski erum við bara að kjósa eintóm forpokuð tóndauf auðvaldsrasskyssandi möppudýr yfir okkur. Hvað veit ég?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband