Fullnaðarsigur í Írak!

Þeir hundruðir milljarða sem hafa runnið til "uppbyggingar" Íraks hafa farið til seppa Bandaríkjanna og fyrirtækja sem varaforseti og utanríkisráðherra USA fyrrverandi hafa verið í stjórn í, án útboðs.

Gondólísa á sér nöfnu sem er stórt olíuflutningaskip hjá fyrirtæki sem hún vann áður hjá. Búsh kallinn sjálfur er búinn að setja eitt eða tvö olíufyrirtæki í Texas sem hann stjórnaði í samvinnu við Bin Laden ættina á hausinn. Eftir 9/11 var fyrsta verk ríkisstjórnar hans að koma um 200 meðlimum þeirrar ættar í öruggt skjól út úr USA. Talibanar þrátt fyrir viðbjóðslega ógnarstjórn héldu allri ópíumframleiðslu niðri í Afganistan. Núna er sú framleiðsla meiri en nokkru sinni fyrr.

Milljarðar hverfa af uppbyggingarfé í Írak og helstu deilur þarlendra við bandaríkjamenn snúast um prósentur  bandarískra fyrirtækja af auðnum. Þetta og væntanleg innrás í Íran verður sennilega upphafið af 3. heimstyrjöldinni. 

En þetta er eins og með ástandið í Palestínu. Fólk dofnar yfir fréttunum og lætur eins og þetta komi sér ekki við. Ég hvet alla til að lesa bókina Leiðin til Guantanamo. Hér er linkur á myndina http://www.roadtoguantanamomovie.com/

Eða kíkja á þennan link. http://web.amnesty.org/pages/guantanamobay-index-eng

Hér er svo bréf frá Michael Moore til örvitans í Hvíta húsinu. http://www.commondreams.org/views03/0317-09.htm 

En mest af öllu hvet ég fólk sem er umhugað um umheiminn og þá framtíð sem næstu kynslóðum bjóðast að gúgla... hvort sem er um Írak, palestínu, íslensk náttúruhryðjuverk eða hvað annað.

Það er nefnilega þannig að hvorki valdamesti örviti heimsins eða Michael Moore séu endilega á réttasta rólinu. Frekar en framsóknarfóbía mín eða nýtilkominn náttúruverndaráhugi Guðna Ágústssonar.

Fólk sem myndar sér ekki sjálfstæða skoðun út frá því að kynna sér málin og taka svo afstöðu hvort sem er út frá hjarta eða heila Á EKKI AÐ HAFA KOSNINGARRÉTT!


mbl.is Nærri tvö hundruð látnir í ofbeldisverkum í Írak í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Ekki er ég nú sammála þessum hér fyrir ofan.

Þarfagreinir, 30.6.2007 kl. 12:17

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er löngu viðurkennt vandamál í öllu alþjóðasamfélaginu utan Íslands.

Doddsson (nú með tæpar 3 millur á mánuði vegna þess að hann er uppáhaldsbarnið og skammtaði sér eftirlaunin sjálfur), sagði ævinlega að við ættum að hætta þessu djöfuls bulli um ólögmæta innrás en fagna heldur allri uppbyggingunni.

Í vetur ENDURTÓK Geir Haarde svo þennan boðskap á Alþingi af sama tilefni. Ég veit ekki betur en að jafnvel stjórnarandstæðingar tali um hvað Geir sé efnilegur og málefnalegur leiðtogi. Við Íslendingar gerum ekki háar kröfur til pólitíkusa. enda orðnir ýmsu vanir í þeim efnum. 

Árni Gunnarsson, 30.6.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband