Fagra Ísland skiptimynt Samfylkingar?

Mér sýnist sem Samfylkingin hafi heldur betur gert upp á bak á sér með Fagra Ísland. Það á enn að stefna að virkjunum í neðri Þjórsá sem er skelfilegt hryðjuverk sem ég sýni fram á afleiðingarnar af hér:

 Lækjarsprænan Þjórsá og vald Landsvirkjunar

Lækurinn Þjórsá - Um kunnáttu þrastarins í japanskri Kamakazi hernaðarflugtækni

Á fundi sem Björgvin G. Sugurðsson sat fyrir Samfylkinguna í Þingborg í Árborg um virkjanir í neðri Þjórsá  sagði hann að af sinni hálfu kæmi ekki til greina að þessar virkjanir yrðu að veruleika. Hvað hefur breyst hjá Samfylkingunni? (Sjá tengil).

Meðvitundarlaus fjármálaráðherra?

 Úr Fagra Ísland:

 "Samfylkingin telur að nú sé sérstaklega mikilvægt að rétta hlut náttúruverndar á Íslandi gagnvart hagsmunum stóriðju, sem hefur notið algers forgangs í atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar undanfarinn áratug. Íslensk náttúra hefur farið halloka í þeim leik – nú þarf að skapa nýjar leikreglur í samræmi við verðmæti náttúrunnar og tilfinningar þjóðarinnar til landsins.

Í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar er tímabært að Íslendingar skipti um gír, tryggi jafnræði atvinnugreina og byggi skipulega upp atvinnulíf framtíðarinnar þar sem náttúrugæði landsins eru nýtt með sjálfbærum hætti. Samfylkingin leggur til að við núverandi aðstæður verði frekari stóriðjuáformum slegið á frest.

• Að ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir verði frestað þangað til fyrir liggur nauðsynleg
heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð.

Engar efnahagslegar aðstæður kalla á stóriðju á næstu árum. Þvert á móti mæla óháðir sérfræðingar (sbr. nýlega skýrslu OECD) með því að dregið verði úr þensluhvetjandi framkvæmdum á næstunni til þess að stuðla að jafnvægi í íslensku efnahagslífi og tryggja stöðugleika til hagsbóta fyrir almenning.
Því leggur Samfylkingin til að öllum ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir verði frestað þar til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð.

Samfylkingin telur að umhverfismál séu málaflokkur þar sem aðferðir beins lýðræðis henta ákaflega vel í ýmiss konar samspili við fulltrúalýðræðið. Því er sjálfsagt að kanna rækilega kosti atkvæðagreiðslna og skoðanakannana í þeim efnum."

Hvað breyttist? Var Ísland hið fagra bara skiptimynt fyrir ráðherrastóla? Er Samfylkingin Framsóknarmaddaman hin síðari? 

Eða er minn versti grunur um að Samfylkingin sé bara hálfupphitaður skoðanaskiptur miðjumoðsvellingur metnaðarlaus á allt annað en völd eins og Framsókn, raunveruleikinn sem við blasir. Ef svo er þakka ég mínu sæla fyrir að hafa ekki látið kaldan grautinn fá mitt atkvæði í þetta sinn.

En eftir stendur að Samfylkingin þarf að fara að gera upp við sig hverslags flokkur þetta er. Við þurfum ekki fleiri Framsóknarflokka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband