17.5.2007 | 21:21
Ríkisstjórnarmeirihlutinn Árni Johnsen fallinn!
Framsókn og Geir Haarde hafa greinilega skilið að meirihluti byggður á Árna Johnsen væri of dýru verði keyptur fyrir ríkissjóð. Sem er vont fyrir Vestmannaeyjar en þjóðin að öðru leiti stendur í þakkarskuld við þá.
Nú stendur eftir hvort að Samfylkingin sem er að semja við Sjálfstæðisflokkinn hendi ekki sínu "Fagra íslandi" og haldi áfram að planta niður álverum í kjördæmunum þar sem þeirra menn hafa staðið dyggilega vörð um áframhaldandi mengun.
Ég vona ekki en örvæntingarfull þörf þeirra fyrir að komast í ráðherrastóla gæti kostað náttúrufórnir.
Aldraðir og öryrkjar hagnast á þessum umskiptum og vonandi heilbrigðis- og menntakerfið líka. En ég hef áhyggjur af því að virkjana- og álbræðslubrjálæðið haldi áfram undir sömu formerkjum og Framsókn notaði. Að ná sátt um allan pakkann eftir að búið sé að framkvæma það sem er í pípunum. Flokkur sem talar í sitt hvora áttina eftir því í hvaða kjördæmi sé er ekki trúverðugur.
En maður verður bara að bíða og vona......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.5.2007 kl. 20:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.