Landsvirkjun eyðir sönnunargögnum!

Í kjölfar kæru á hendur Ómari Ragnarssyni fyrir að hafa smíðað sér flugvöll við Kárahnjúka gleymist að við rannsókn þessa máls sem gæti tekið töluverðan tíma er stór hætta á því að Landsvirkjun verði sek um að spilla eða eyða sönnunargögnum sem gætu stuðlað að því að fá Ómar Ragnarsson dæmdan sem umhverfishryðjuverkamann.

Því er það mín krafa sem unnanda réttlætis og réttarkerfisins íslenska að tappinn verði tekinn úr Kárahnjúkavirkjun þannig að umræddur flugvöllur fari ekki undir vatn og spilli þannig rannsókn málsins.

Réttast væri að farið yrði fram á lögbann á þessum gerðum meðan rannsókn stendur yfir!

Það hlýtur að vera skýlaus krafa að Landsvirkjun stöðvi strax frekari rennsli í Hálslón meðan þetta mál velkist í réttarkerfinu. Að öðrum kosti er ljóst að Landsvirkjun verður sek um að spilla sönnunargögnum og hafa áhrif á störf íslenska dómskerfisins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Á. Friðþjófsson

Góð ábending.

Sigurður Á. Friðþjófsson, 10.5.2007 kl. 00:46

2 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Aha - þetta hafði algerlega farið framhjá mér þegar ég vara að skoða þetta voðalega sakamál á hendur honum Ómari vini mínum, meintum náttúruhryðjuverkamanni. Ég tek því heilshugar undir þessar kröfur ... flugvöllurinn má alls ekki fara undir vatn - alls ekki.  Annars kæri ég einhvern 

Pálmi Gunnarsson, 10.5.2007 kl. 01:27

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta dæmalausa kærumál minnir á þegar bakarinn var hengdur fyrir smið. Reynt er að klína óhróðrinum á Ómar sem á virkilega mikið lof skilið fyrir að opna okkur ýmsar náttúruperlur.

Í sjónvarpinu í gær var sýndur dálítill filmubútur þar sem forsætisráðherra var að stíga út úr flugvél Ómars. Ætli Geir Haarde sé eins þenkjandi og þessi grínisti fyrir austan og vilja styðja kæruna? Varla. Og vandræðin eru auðvitað að með umfangsmeiri röskun, nánast eyðileggingu ekki aðeins hugsanlega ummerki um meint brot um röskun umhverfisins, heldur tugi ferkílómetra af landi fagurra náttúrugersema sem aldrei kemur neitt annað sambærilegt í staðinn. Þar verður hinsvegar stærsti drullupollur landsins okkur til varnaðar um um ein mestu afglöp í umhverfismálum. Kannski ákvörðunin um byggingu bjartsýnisvirkjunarinnar miklu hafi ekki síður núist um að bjarga ítalska fyrirtækinu frá gjaldþroti sem ýmislegt bendir til en að búa í haginn fyrir atvinnulíf á Austurlandi?

Mosi alias

Guðjón Sigþór Jensson, 10.5.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband