Frasasmiðja Framsóknar.....

Viðfangsefni sem stefna ber á markvissan hátt að að leysa, heildaráætlun um samfellda rammaáætlun um heildræn og skilvirk markmið sem stuðli að aukinni framsetningu skýrrar stefnu ríkisstjórnar velfarnaðar og jafnaðar útfrá samfellu og samfylgni þar sem lögð er mjög þung og ég endurtek mjög þung áhersla á að náist marktækir áfangar án öfga beggja vængja stjórnmálanna sem skapar farsæla landsstjórn.

Fyrir þessu stendur Framsóknarflokkurinn vörð og er í fararbrjósti þar sem ferskir vindar blása með gagnsærri og markmiðaðri heildrænni stjórnsýslu.

Í jafnréttismálum hafa Framsóknarmenn stuðlað að veruleikamiðaðri jafnlaunavottun sem byggir á grunni hugsjóna samvinnustefnunnar án sértækra úrræða vinstri aflanna.

Með opnum huga og á yfirvegaðan hátt erum við afl á miðjunni sem gætir þess að netlögguhugmynd Steingríms J. verði ekki að veruleika, komist stopp-flokkur hans í ríkisstjórn

Við höfnum handbremsustoppi – áfram gakk okkarspillingarveg án alls hiks.

 

Spurningin er - hver er maðurinn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Mér varð nú hálfillt af því að lesa þetta ...

Sem þýðir að takmarki þínu var náð.

Þarfagreinir, 9.5.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband