7.5.2007 | 01:12
Fólk í fyrirrúmi III
Ef þessi ríkisstjórn spillingar og þjófnaðar hefði leyft skattleysismörkum að haldast í hendur við vísitölu væru skattleysismörkin um 140 þús. Þetta eru peningar sem ríkisstjórnin hefur stolið. Og barnabætur voru líka skertar þó verið sé að laga það fyrst núna. Hlutdeild nemenda og sjúklinga í sínum málaflokki hefur aukist. Þetta eru allt staðreyndir sem þýðir ekki að stinga hausnum í sandinn yfir. Nema verandi Fransóknarspillingarbælisábúi. Ég get haldið lengi áfram um þessi mál. Árangur áfram - ekkert stopp á spillingunni en einfaldlega ekki að gera sig. Þið eigið eftir að svíkja loforðið um birtingarfé til kosninganna um mörg hundruð prósent og fela það með bókhaldsfiffum eins og alltaf vonandi að kjósendur hafi gullfiskaminni. Sem sumir þeirra hafa. Og sitja áfam við útbýttun bittlinga til kosningarstjóra og velunnara. Eða hvað er 6,3% maðurinn ykkar í Reykjavík búinn að starfa við frá þeim kosningum?
Að lokum vil ég mælast til þess að Framsóknarflokkurinn verði lagður til hinstu hvílu. Það er fyrir löngu orðin ólykt af hræinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.