Fólk í fyrirrúmi?

 Framsókn útjaskaði slagorðinu Fólk í fyrirrúmi fyrir nokkrum árum síðan. Ég er loksins búinn að fatta hvaða fólk þetta var. Allir Framsóknarmenn!

Allavega ekki þetta fólk sem ég rakst á í upptalningu Bryndísar Ísoldar (http://bryndisisfold.blog.is/blog/bryndisisfold/)

 

"170 börn bíða eftir fyrstu komu á göngudeild BUGL, biðtími allt að eitt og hálft ár. 20-30 mikið veik börn bíða eftir innlögn.

Biðlistar aldraðra: 400 bíða í heimahúsum í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými og 900 í þvingaðri samvist með ókunnugum. 62 aldraðir sem lokið hafa meðferð bíða inná Landspítala eftir því að komast í varanleg hjúkrunarrými.

243 hjartasjúklingar eru á biðlista eftir hjartaþræðingu á LSH, þar af 54 sem hafa beðið lengur en í 3 mánuði. 53 bíða eftir opnum hjartaaðgerðum

170 til viðbótar bíða eftir öðrum hjartaaðgerðum og -rannsóknum.

276 börn með margvísleg þroskafrávik bíða eftir greiningu. Biðtími er allt uppí 3 ár. Greining er skilyrði fyrir því að þessi börn fái stuðning í skólum og aðra þjónustu.

50 geðfatlaðir á Landspítala bíða eftir varanlegri búsetu. Sumir hafa beðið í allt að 15 ár. Auk þess vantar búsetuúrræði fyrir 170 geðfatlaða til viðbótar. Að mati Geðhjálpar eru 60-70 geðfatlaðir á götunni!

256 sjúklingar bíða eftir liðskiptaaðgerðum á LSH og þar af hafa 138 beðið í meira en 3 mánuði.

242 aldraðir bíða eftir að komast í margs konar meðferð á öldrunarsviði LSH."

Og þetta er bara hluti af upptalningunni.

Árangur áfram - ekkert stopp! þýðir þá sennilega: Lengjum biðlistana!

Eða er ég bara ekki að skilja Framsóknarmenn?

 Að lokum vil ég mælast til þess að Framsóknarflokkurinn verði lagður til hinstu hvílu. Það er fyrir löngu orðin ólykt af hræinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sammála

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.4.2007 kl. 22:42

2 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Og svo þarf að eyða hræinu

Hlynur Jón Michelsen, 1.5.2007 kl. 12:34

3 Smámynd: Högni Hilmisson

Ef ég man rétt, þá ertu harður baráttumaður, meðalmannsins. velkominn í vinahópinn. Góður drengur.

Högni Hilmisson, 1.5.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband