Athyglisverður punktur!!!!

Rakst á þessa grein eftir Guðjón Jenson. Það skyldi þó aldrei vera að hann hefði rétt fyrir sér?

 

Er spilling í íslenskum stjórnmálum?
Markaðsvæðing ódýrasta rafmagns í heiminum eins og átakið var nefnt á sínum tíma er orðið frægt í sögunni einkum fyrir þá léttúð að selja rafmagn mjög ódýrt til stóriðjunnar og jafnframt spilla stórlega hálendi landsins.

Í síðustu þingkosningum varði Framsóknarflokkurinn 100 milljónum í kosningaáróður sinn eða álíka hárri fjárhæð og allir hinir flokkanir saman! Á síðasta landsfundi Framsóknarflokksins sl. haust kom fram að kosningaskuldirnar höfðu verið greiddar og byrjað væri að safna fyrir næstu kosningar! Hvaðan skyldu Framsóknarflokknum berast allir þessir miklu fjármunir, fremur litlum stjórnmálaflokki á íslenska vísu? Flokkur þessi virðist eiga sér einungis eina hugsjón um þessar mundir: að álvæða landið milli fjalls og fjöru. Undanfarin misseri hefur iðnaðarráðherra farið mikinn í að boða landsmönnum glórulitla áltrú sína: í öllum landsfjórðungum á að efna til álvera, annaðhvort byggja ný ellegar stækka þau sem fyrir eru. Það er eins og frú Álgerður eins og margir eru farnir að nefna iðnaðarráðherrann, sé talsmaður stóru hluthafanna í áliðnaðinum. Áleitin spurning er hvort Framsóknarflokkurinn hafi notið góðs af allri þessari álvæðingu á Íslandi.

Miklar freistingar tengjast hugsanlegum fjárhagslegum ávinningi og glæfralegum ákvörðunum á borð við bjartsýnisvirkjunina eystra. Meðan Framsóknarflokkurinn hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum og lagt spilin á borðið og gert þjóðinni minnstu grein fyrir hvaðan auður flokksins er kominn, þá er næsta víst að auðvelt sé að gera því skóna að fyrirtæki, þ.á m. í álframleiðslu moki stórfé í flokkinn.”


Greinin í heild sinni hér:

http://www.thjodarhreyfingin.is/birta_grein.php?id=459


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband