30.4.2007 | 01:32
Eru þessir menn á lyfjum?
http://gullistef.blog.is/blog/gullistef/#entry-192912
"Gaman að sjá hversu góður og öruggur Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins var í Kastljósinum nú í kvöld. Það er greinilegt að þarna fer maður sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á sínu viðfangsefni. Hann svaraði öllum fyrirspurnum á skýran og góðan hátt, fyrirspyrjendur komu ekki að tómum kofanum hjá honum. Hann kom vel til skila að áfram verði haldi á sömu braut í að bæta öll búsetuskilyrði okkar íslendinga. Hann var einstaklega rólegur og kom mjög vel fyrir."
Iðnaðarráðherra sem enginn kaus en Framsókn skvetti framan í þjóðina verður seint sakaður um það að vera alþýðlegur eða maður fólksins. Það tinar af honum pirringurinn gagnvart öllum sem eru ekki jámenn hans. Ég efa það ekki að þarna fari gáfaður og vel lesinn maður. En það er óþarfi að afgreiða okkur hin öll sem fífl ef við leggjumst ekki á hnén og dýrkum hans boðskap. Og boðskapur hans í kastljósi var boðskapur þess sem veit og getur og þolir ekki mótbárur. Árangur áfram- ekkert stopp snýst um að setja sína menn í bitastæð embætti um ókomna tíð.
Slagorðasukk Framsóknar gegnum tíðina "milljarður í fíkniefnamál" "Fólk í fyrirrúmi". og núna "Áfram árangur - ekkert stopp!" hljómar um bæinn. Hversu margir láti glepjast af þessarri síbylju veit ég ekki en vona að verði sem fæstir.
Þeir í Sambandsflokknum hafa aldrei litið til baka og sagt að kannski hafi ekki tekist sem skyldi. Enda er mjög auðvelt að rökstyðja milljarðinn í fíkniefnin þegar þú getur blaðrað um forvarnir, tollgæslu, fíkniefnahunda og eflda landamæragæslu (vegna EES samningsins) og allt virkar eins og Framsókn hafi staðið við sitt.
"Fólk í fyrirrúmi" var annað slagorðið og efni í aðra grein hér. En það er ljóst að sama hvað fólk kýs þá verða það eingöngu gullfiskaminniskjósendur sem merkja x við B.
Að lokum vil ég mælast til þess að Framsóknarflokkurinn verði lagður til hinstu hvílu. Það er fyrir löngu orðin ólykt af hræinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2007 kl. 23:27 | Facebook



tharfagreinir
palmig
ingibjorgelsa
einherji
haukurn
jensgud
hafstein
svenni
siggisig
toshiki
dofri
almal
havagogn
andreaolafs
kolgrimur
mosi
bjarnihardar
olinathorv
solir
ragnaro
hognihilm64
ottarfelix
lehamzdr
paul
svansson
birgitta
begga
photo
asarich
gullvagninn
helgigunnars
safi
baldurkr
magnusthor
malacai
asthildurcesil
bergthora
brjann
gattin
brandarar
fridaeyland
gerdurpalma112
lucas
skulablogg
maeglika
skessa
heimssyn
hildurhelgas
himmalingur
gorgeir
hlynurh
kreppan
fun
jenfo
jogamagg
jax
jon-o-vilhjalmsson
askja
reisubokkristinar
larahanna
marinogn
mal214
manisvans
omarragnarsson
pallheha
ragnar73
lovelikeblood
sigrunzanz
duddi9
siggi-hrellir
sigurjonsigurdsson
stebbifr
must
torfusamtokin
kreppuvaktin
belladis
vefritid
vesteinngauti
vga
tibet
steinibriem






Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.