30.4.2007 | 00:22
Á hvaða fundi var hann?
http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/#entry-188588
í gær lenti ég á kostulegum fundi í Þingborg þar sem saman voru komnir margir hinna rótttækustu í umhverfismálum hér í héraði. Innan um var líka margt af hófsömu góðu framsóknarfólki en það ber minna á því á svona fundi. Við fulltrúar flokkanna sátum fyrir svörum og þrátt fyrir að umræður væru sæmilega málefnalegar blöskraði mér skelfilega að sjá sveitunga mína marga sýna sínar verstu hliðar. Það var klappað í ákafa fyrir mestu öfgunum og flissað illkvitnislega þegar fjármálaráðherra talaði. Hvað sem pólitík er, þá megum við aldrei gleyma að sýna háttvísi og kurteisi.
Ég og konan mín sátum þennan fund og hann var athyglisverður, gagnlegur þó ekkert nýtt hafi kannski komið fram nema að við vissum ekki nógu vel af hættunni af því hve hraunið sé gljupt og geti eytt ræktuðum túnum. Við vissum af öllu hinu eins og kemur fram í greinum okkar hér fyrir neðan.
Það var ekki klappað fyrir öfgum eins og Bjarni heldur fram. Það var klappað til stuðnings tilfinningum þeirra sem finnst vera verið að misþyrma Þjórsá. Þegar tæplega níræðir bændur sjá ástæðu til að koma á svona fund og tala um hvað við séum að gera barna-barna-barnabörnum okkar er allt í lagi að leggja við hlustir. Eða finnst Bjarna það til of mikils mælst?. Eitt af því sem hann notaði sem varnartrikk fyrir sig og sitt spillingarbæli var að það væri líklega of seint að hætta við. Af hverju er það of seint?. Það lýsti bóndi sem á land að ánni því yfir að hann myndi aldrei selja eða samþykkja þessa virkjun. Bæði Bjarni sem talaði um sátt í málunum og 'Arni Matt sem ekkert vissi höfnuðu því aldrei að farin yrði sú leið að neyða menn með eignarnámi. Þetta er mikil riddaramennska stjórnarflokkanna.
Að lokum vil ég mælast til þess að Framsóknarflokkurinn verði lagður til hinstu hvílu. Það er fyrir löngu orðin ólykt af hræinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2007 kl. 23:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.