27.4.2007 | 22:49
Bylur hæst í tómri tunnu
Íslenskir álhausar nota gjarnan í málflutningi sínum fyrir álverum um allt land
þessi rök gegn þeim sem mótmæla:
Viltu þá bara atvinnuleysi?
Eigum við bara að tína fjallagrös?
Á hagvöxtur að stoppa?
Á landsbyggðin að þurrkast út?
Virkjun með umhverfisvænni orku á Íslandi stuðlar að minnkun
gróðurhúsalofttegunda!
Ég segi bara vá.......... hversu mikið er til af fólki á íslandi sem er bara
hreinlega heimskt?
Get skilið eldra fólk sem hefur upplifað kreppu, fátækt og torfkofana að vilja ekki
halda þangað aftur. Enda notar Framsóknarvaldaklíkan þetta óspart til að hræða þessa
kjósendur. En er einhver hætta á 1930 aftur eða álíka tímum? Meira að segja
hrokafyllsti ráðherra landsins sem er þar fyrir utan ekki í starfi í umboði
þjóðarinnar, gæti ekki haldið þeirri hættu fram. Nema vera gersamlega fæddur og
uppalinn á annarri plánetu. Sem gæti verið.
Er virkilega einhver hætta á því að þjóðin endi aftur í sauðskinnsskónum, týni
fjallagrös og súrsi matinn sinn?
Svona málaflutningur er bara fyrir heimskt eða í besta falli illa gefið fólk með
fyrirfram matreiddar skoðanir fengnar frá kosningamaskínum sem selja maðkétna
nýlenduvöru hræðslunnar.
Allur málaflutningur íslenskra álhausa er orðinn gerræðislegur og gott ef ekki er
fasískt óbragð af honum.
Og af því að það er svona vinsælt að gera mönnum það að velja fjallagrös umfram
áldósir væri kannski hægt að benda fáfróðum á að á eftir fíkniefna- og
hergagnaiðnaðinum kemur snyrtivöruiðnaðurinn sterkastur inn.
Blue Lagoon vörur eru þegar komnar á alþjóðlegan markað og umhverfisvænar vörur
verða meira ráðandi með hverju árinu..
Endurgreiðslur til erlendra kvikmyndafyrirtækja hafa þegar skilað miklum tekjum til
þjóðarbúsins. Lang fyrrverandi Menntamálaráðherra Frakklands stóð fyrir átaki í
útflutningi franskrar menningar sem hefur skilað þeim miklum árangri.
Íslensk fyrirtæki hafa staðið fyrir strandhöggi um allan heim. Það eru til ótal
tækifæri. Ótal hugmyndir og ótal möguleikar.
Ekki bara gjaldþrotalausnir hugmyndagjaldþrotaframsóknar: 1. Loðdýrarækt = gjaldþrot
bænda. 2. Fiskeldi = Gjaldþrot. 3. Álver = Orka seld á broti af markaðsvirði,
fyrirtækin greiða brot af sköttum íslenskra fyrirtækja, allir samningar faldir svo
enginn geti metið hvort um ásættanlega samninga sé að ræða.
Vitsmunalegar umræður um hvað sé best fyrir land og þjóð snúast ekki um hver gargar
mest eða Alcan hafi frekar efni á því að koma sínum sjónarmiðum á
framfæri frekar en grasrótarsamtök sem berjast gegn þeim. Þar brást
bæjarstjórn Hafnarfjarðar algerlega í að gæta jafnræðis og setja upp sanngjarnar
leikreglur. Leikreglur eins og stjórnmálaflokkarnir settu sér um auglýsingamál í
kosningunum nú.
Leikreglum sem Framsókn á eftir að fara á bak við um einhver hundruðir prósenta.
Þeir þurfa nefnilega að reyna að heilaþvo kjósendur til að geta haldið áfram að
útdeila flokksmönnum sínum bittlingum fyrir vel unnin störf. Eða af hverju var
Álgerður að skipa aðstoðarmann sinn sem stjórnarformann Landsvirkjunar nokkrum dögum
fyrir kosningar. Og eiginkonu hans sem aðstoðarmann sinn í hans stað. Það er ólykt
af þessum flokki og öllum hans gjörðum.
Davíð Oddson sem seðlabankastjóri sendi þjóðinni mikilvæg skilaboð rétt fyrir
Hafnarfjarðarkosningarnar. Með nei eru meiri líkur á mjúkri lendingu efnahagslífsins
og lægri vöxtum. Af hverju sendir hann þetta frá sér rétt fyrir kosningarnar? Segir
það sig ekki sjálft?
Ég er eiginlega búinn að fá nóg af þumbum landsinsí hvaða átt sem þeir snúast en það
er greinilega staðreynd að hæst bylur í tómri tunnu og þannig virðast
allar umræður hér vera að þróast.
Ég hef eytt miklum tíma í að koma mér inn í þau málefni sem ég hef skoðanir á og
snerta mig. Mér fyndist það óvirðing við annað fólk að tjá mig um málefni nema ég
hafi sett mig vel inn í þau. En ég er greinilega að vaða reyk með því. Gaspraðu sem
mest og oftast og þannig verður þú og þín skoðun ofan á!
Framsókn vinnur sinn mesta kosningarsigur þó þeir tapi mestu í næstu
Alþingiskosningum. Alveg eins og þegar 6.3% maðurinn þeirra varð sá valdamesti í
Reykjavík verða þeir með mestu völdin eftir kosningar þrátt fyrir minnsta fylgið.
Þeir hafa jú komið öllu sínu fólki í embætti með glæsibrag. (Biðst afsökunar á að
hafa kallað hann 4.9% manninn í eldri grein).
Við sem setjum tilfinningar í málaflutning okkar erum dæmd til að vera
fjallagrasatínendur, afturhaldsseggir á móti þróun og
hagvexti og þaðan af.
Ekki endilega gott hlutskipti.
Og þá skiptir engu þó ég hafi lesið mér til um málin og telji mig vita eitthvað.
Málið er nefnilega að hæst bylur í tómri tunnu og ekkert sem ég hef að
rökræða skiptir þá máli.
þessi rök gegn þeim sem mótmæla:
Viltu þá bara atvinnuleysi?
Eigum við bara að tína fjallagrös?
Á hagvöxtur að stoppa?
Á landsbyggðin að þurrkast út?
Virkjun með umhverfisvænni orku á Íslandi stuðlar að minnkun
gróðurhúsalofttegunda!
Ég segi bara vá.......... hversu mikið er til af fólki á íslandi sem er bara
hreinlega heimskt?
Get skilið eldra fólk sem hefur upplifað kreppu, fátækt og torfkofana að vilja ekki
halda þangað aftur. Enda notar Framsóknarvaldaklíkan þetta óspart til að hræða þessa
kjósendur. En er einhver hætta á 1930 aftur eða álíka tímum? Meira að segja
hrokafyllsti ráðherra landsins sem er þar fyrir utan ekki í starfi í umboði
þjóðarinnar, gæti ekki haldið þeirri hættu fram. Nema vera gersamlega fæddur og
uppalinn á annarri plánetu. Sem gæti verið.
Er virkilega einhver hætta á því að þjóðin endi aftur í sauðskinnsskónum, týni
fjallagrös og súrsi matinn sinn?
Svona málaflutningur er bara fyrir heimskt eða í besta falli illa gefið fólk með
fyrirfram matreiddar skoðanir fengnar frá kosningamaskínum sem selja maðkétna
nýlenduvöru hræðslunnar.
Allur málaflutningur íslenskra álhausa er orðinn gerræðislegur og gott ef ekki er
fasískt óbragð af honum.
Og af því að það er svona vinsælt að gera mönnum það að velja fjallagrös umfram
áldósir væri kannski hægt að benda fáfróðum á að á eftir fíkniefna- og
hergagnaiðnaðinum kemur snyrtivöruiðnaðurinn sterkastur inn.
Blue Lagoon vörur eru þegar komnar á alþjóðlegan markað og umhverfisvænar vörur
verða meira ráðandi með hverju árinu..
Endurgreiðslur til erlendra kvikmyndafyrirtækja hafa þegar skilað miklum tekjum til
þjóðarbúsins. Lang fyrrverandi Menntamálaráðherra Frakklands stóð fyrir átaki í
útflutningi franskrar menningar sem hefur skilað þeim miklum árangri.
Íslensk fyrirtæki hafa staðið fyrir strandhöggi um allan heim. Það eru til ótal
tækifæri. Ótal hugmyndir og ótal möguleikar.
Ekki bara gjaldþrotalausnir hugmyndagjaldþrotaframsóknar: 1. Loðdýrarækt = gjaldþrot
bænda. 2. Fiskeldi = Gjaldþrot. 3. Álver = Orka seld á broti af markaðsvirði,
fyrirtækin greiða brot af sköttum íslenskra fyrirtækja, allir samningar faldir svo
enginn geti metið hvort um ásættanlega samninga sé að ræða.
Vitsmunalegar umræður um hvað sé best fyrir land og þjóð snúast ekki um hver gargar
mest eða Alcan hafi frekar efni á því að koma sínum sjónarmiðum á
framfæri frekar en grasrótarsamtök sem berjast gegn þeim. Þar brást
bæjarstjórn Hafnarfjarðar algerlega í að gæta jafnræðis og setja upp sanngjarnar
leikreglur. Leikreglur eins og stjórnmálaflokkarnir settu sér um auglýsingamál í
kosningunum nú.
Leikreglum sem Framsókn á eftir að fara á bak við um einhver hundruðir prósenta.
Þeir þurfa nefnilega að reyna að heilaþvo kjósendur til að geta haldið áfram að
útdeila flokksmönnum sínum bittlingum fyrir vel unnin störf. Eða af hverju var
Álgerður að skipa aðstoðarmann sinn sem stjórnarformann Landsvirkjunar nokkrum dögum
fyrir kosningar. Og eiginkonu hans sem aðstoðarmann sinn í hans stað. Það er ólykt
af þessum flokki og öllum hans gjörðum.
Davíð Oddson sem seðlabankastjóri sendi þjóðinni mikilvæg skilaboð rétt fyrir
Hafnarfjarðarkosningarnar. Með nei eru meiri líkur á mjúkri lendingu efnahagslífsins
og lægri vöxtum. Af hverju sendir hann þetta frá sér rétt fyrir kosningarnar? Segir
það sig ekki sjálft?
Ég er eiginlega búinn að fá nóg af þumbum landsinsí hvaða átt sem þeir snúast en það
er greinilega staðreynd að hæst bylur í tómri tunnu og þannig virðast
allar umræður hér vera að þróast.
Ég hef eytt miklum tíma í að koma mér inn í þau málefni sem ég hef skoðanir á og
snerta mig. Mér fyndist það óvirðing við annað fólk að tjá mig um málefni nema ég
hafi sett mig vel inn í þau. En ég er greinilega að vaða reyk með því. Gaspraðu sem
mest og oftast og þannig verður þú og þín skoðun ofan á!
Framsókn vinnur sinn mesta kosningarsigur þó þeir tapi mestu í næstu
Alþingiskosningum. Alveg eins og þegar 6.3% maðurinn þeirra varð sá valdamesti í
Reykjavík verða þeir með mestu völdin eftir kosningar þrátt fyrir minnsta fylgið.
Þeir hafa jú komið öllu sínu fólki í embætti með glæsibrag. (Biðst afsökunar á að
hafa kallað hann 4.9% manninn í eldri grein).
Við sem setjum tilfinningar í málaflutning okkar erum dæmd til að vera
fjallagrasatínendur, afturhaldsseggir á móti þróun og
hagvexti og þaðan af.
Ekki endilega gott hlutskipti.
Og þá skiptir engu þó ég hafi lesið mér til um málin og telji mig vita eitthvað.
Málið er nefnilega að hæst bylur í tómri tunnu og ekkert sem ég hef að
rökræða skiptir þá máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.4.2007 kl. 15:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.