Hvers vegna segi ég nei við Icesave samningnum?

Björgólfur Thor Björgólfsson fyrrum aðaleigandi Landsbana  Íslands (ekki prentvilla) var í fyrra í 32. sæti yfir ríkustu menn bretlands. Hann er í dag í 23ja sæti með 263.000.000.000.- króna hreina eign. 263 milljarða íslenskra króna.

Hann segist enga ábyrgð bera á bankanum eða Icesave. Frekar en faðir hans.
Eða bankastjórar bankans. Eða stjórn hans. Eða nokkur starfsmaður.

Verði Icesave samningurinn samþykktur þarf ríkissjóður að greiða strax rúma 26 milljarða í áfallna vexti af samningnum.  Fé sem hvorki er gert ráð fyrir í fjárlögum né er til heimild til að greiða út.

26 milljarðar er mikið fé. Meira en aðrir Íslendingar en útvaldir geta gert sér í hugarlund.

Það væri td. hægt fyrir það að byggja 3 varðskip í viðbót við það sem Landhelgisgæslan er með í smíðum og hefur bara efni á að leigja út eftir afhendingu. Það er hægt að kaupa 3 björgunarþyrlur í viðbót og gera eitt skip og eina þyrlu út frá hverjum landsfjórðungi.

Það væri hægt að eyða sem samsvarar 1.700.000.- í að búa til atvinnu fyrir hvern atvinnulausan mann á Íslandi. 15.000 manns.

Við gætum hætt við niðurskurðinn í heilbrigðis- og menntamálum.

Við gætum gert ótal margt.

Td. eytt þessum 26 milljörðum í dómsmálið Icesave.

Ef að Björgólfur Thor, faðir hans, bankastjórar og stjórn bera ekki ábyrgð á Icesave skil ég ekki hvernig ég, konan mín og börn gera það.

Við hvorki stofnuðum til þessarar skuldar né högnuðumst á henni.

Þess utan væri það galið af mér að skrifa upp á óútfylltan víxil af stærðargráðu sem enginn getur gefið upp. Með ófætt og óskírt barnabarn sem greiðanda.

Ég hef ekki leyfi til þess. Þú hefur það ekki heldur.

Þó að það sé mín helsta röksemd þá velti ég líka fyrir mér hvað það sé sem íslenskir, breskir og hollenskir stjórnmálamenn óttist við að fara dómstólaleiðina.

Að hagsmunir stjórnmála- og bankamanna séu svo samtvinnuð að það þoli ekki dagsbirtu?

Að kúlulánin og kunningjabuisnessinn verði opinber?

Að bankakerfið sé enn byggt á bólu sem springur á 8-10 ára fresti með þeim afleiðingum að almenningur borgar?

Vegna þess að ef þú veltir því fyrir þér þá er það raunveruleikinn sem hefur blasað við okkur áratugum saman.

Dómsmálaleiðin í Icesave kemur til með að breyta heiminum til hins betra. Hún kemur til með að upplýsa heiminn um hagkerfi sem er byggt á froðu þar sem peningar eru búnir til úr skuldum. Hagkerfi þar sem elíta landanna hagnast á þeim sem búa til verðmæti.

Dómsmálaleiðin hefur ekki bara áhrif á Íslandi, Bretlandi og í Hollandi. Hún sviptir hulunni af hagkerfi heimsins sem virkar ekki. Ekki frekar en lífeyrissjóðakerfið okkar. Þetta eru píramídasvindl og það verður ekki til siðað samfélag fyrr en við náum að drekkja siðblindni og græðgi valdshafa í Drekkingarhyl réttlætis.


Ég segi því NEI!.

nei.jpg


mbl.is Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2011 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.